Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 22:19 Rúrik er fjallmyndarlegur en er með 300 þúsund færri fylgjendur en Fjallið þegar þetta er skrifað Vísir/Instagram Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Fylgjendum hans hefur fjölgað á ógnarhraða síðan hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu fyrir viku síðan. Það virðast þó síður vera knattspyrnuhæfileikar hans en undurfögur ásýnd sem vekur athygli heimsbyggðarinnar. Hefur verið rætt um að Rúrik hefji fyrirsætuferil eftir mótið með aðstoð vinar síns Egils Einarsson, sem er betur þekktur sem Gillzenegger. Sjálfur hefur Egill ekki undan að svara Instagram skilaboðum eftir að hann gantaðist með að hann væri umboðsmaður Rúriks í viðtali á dögunum. Það var löngu orðið ljóst að væri bara tímaspursmál hvenær Rúrik myndi brjóta milljón-fylgjenda múrinn. Aðeins fjórir Íslendingar hafa gert það á undan honum: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður og Crossfit meistararnir Sara Sigmundsdóttir og Katrín Davíðsdóttir. Hafþór er með flesta fylgjendur allra Íslendinga eða 1.3 milljónir. Ef Rúrik ætlar sér á toppinn í Instagram heiminum gætu strákarnir þurft að framlengja veru sína á mótinu með góðum sigri gegn Króatíu og smá heppni. Það myndi ekki einungis koma sér vel fyrir Rúrik í kapphlaupinu um fylgjendur, heldur sennilega gleðja nokkur önnur íslensk hjörtu í leiðinni. Þeim, sem vilja virða alla dýrðina fyrir sér með eigin augum, er bent á að bætast í fylgjendahópinn hér.I feel like in the midst of the excitement of the game I perhaps didn't fully appreciate Rúrik Gíslason's contribution to the sport. Lemme do that real quick. You're welcome. pic.twitter.com/41cs7ix0HO— Rebecca Roanhorse preorder ☇TRAIL OF LIGHTNING☇ (@RoanhorseBex) June 16, 2018 Tengdar fréttir Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25 Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Fylgjendum hans hefur fjölgað á ógnarhraða síðan hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu fyrir viku síðan. Það virðast þó síður vera knattspyrnuhæfileikar hans en undurfögur ásýnd sem vekur athygli heimsbyggðarinnar. Hefur verið rætt um að Rúrik hefji fyrirsætuferil eftir mótið með aðstoð vinar síns Egils Einarsson, sem er betur þekktur sem Gillzenegger. Sjálfur hefur Egill ekki undan að svara Instagram skilaboðum eftir að hann gantaðist með að hann væri umboðsmaður Rúriks í viðtali á dögunum. Það var löngu orðið ljóst að væri bara tímaspursmál hvenær Rúrik myndi brjóta milljón-fylgjenda múrinn. Aðeins fjórir Íslendingar hafa gert það á undan honum: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður og Crossfit meistararnir Sara Sigmundsdóttir og Katrín Davíðsdóttir. Hafþór er með flesta fylgjendur allra Íslendinga eða 1.3 milljónir. Ef Rúrik ætlar sér á toppinn í Instagram heiminum gætu strákarnir þurft að framlengja veru sína á mótinu með góðum sigri gegn Króatíu og smá heppni. Það myndi ekki einungis koma sér vel fyrir Rúrik í kapphlaupinu um fylgjendur, heldur sennilega gleðja nokkur önnur íslensk hjörtu í leiðinni. Þeim, sem vilja virða alla dýrðina fyrir sér með eigin augum, er bent á að bætast í fylgjendahópinn hér.I feel like in the midst of the excitement of the game I perhaps didn't fully appreciate Rúrik Gíslason's contribution to the sport. Lemme do that real quick. You're welcome. pic.twitter.com/41cs7ix0HO— Rebecca Roanhorse preorder ☇TRAIL OF LIGHTNING☇ (@RoanhorseBex) June 16, 2018
Tengdar fréttir Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25 Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06
Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25
Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10