Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 23:15 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki hrifinn af Sadiq Khan, borgarstjóra London. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59
Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05