Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 23:15 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki hrifinn af Sadiq Khan, borgarstjóra London. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59
Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05