Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2019 16:56 Frá mótmælum í Guatemala árið 2017. Kallað var eftir afsögn sitjandi forseta, Jimmy Morales. Getty/Anadolu Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. BBC greinir frá. Nítján hafa boðið sig fram til þess að taka við af forsetanum Jimmy Morales, sem lögum samkvæmt má ekki sitja annað kjörtímabil. Athygli hefur vakið að tveir af þeim frambjóðendum sem líklegastir þóttu til að ná kjöri hafa verið bannaðir. Þá hefur enn annar frambjóðandi verið handtekinn í Miami, sakaður um skipulagningu innflutnings á kókaíni til Bandaríkjanna. Því er talið að úrslit ráðist ekki í þessari umferð kosninga en 50% greiddra atkvæða þarf til að ná kjöri í fyrstu umferð kosninganna. Fyrrum ríkissaksóknari Gvatemala, Thelma Aldana, Mario Estrada og Zury Ríos dóttir Efraín Ríos Montt sem var forseti Gvatemala 1982-1983 og forseti gvatemalska þingsins 2000-2004 eru frambjóðendurnir sem meinuð var þátttaka í kosningunum í dag. Spekingar telja að afstaða frambjóðanda til gengjastríða og fátæktar muni ráða úrslitum í dag.Dóttir einræðisherra, skattsvik og kókaínsmygl Stjórnskipunardómstóll Gvatemala úrskurðaði í maí að ógilda ætti framboð Zury Ríos, dóttur Efraím Ríos Montt vegna gjörða föður hennar. Ríos náði völdum með valdaráni 1982 og ríkti sem einræðisherra í rúmt ár. Ríos, sem lést í fyrra, hefur verið sakaður um að hafa skipað hersveitum að myrða yfir 1700 manns af Mayaættum sem grunaðir voru um að aðstoða óvini Ríos Montt. Ríos Montt var steypt af stóli af varnarmálaráðherra sínu og seinna dæmdur sekur af dómstól í Gvatemala fyrir stríðsglæpi. Stjórnskipunardómstóll úrskurðaði að lög gerðu ráð fyrir að börn einræðisherra mættu gegna stöðu forseta og var framboð hennar því dæmt ólöglegt.Framboð Thelmu Aldana var einnig dæmt ólöglegt sökum þunga ásakana á hendur Aldana. Hún var sökuð um embættisglöp, fjársvik og skattsvik. Á embættistíð sinni 2014-2018 sótti hún meðal annars fyrrverandi forsetann Otto Molina til saka vegna spillingar.Frambjóðandinn Mario Estrada var ekki talinn líklegur til að ná kjöri en hann var handtekinn í apríl sakaður um að hafa unnið að því að koma eiturlyfjum ólöglega til Bandaríkjanna ásamt Sinaloa genginu í Mexíkó. Hafði hann samkvæmt yfirvöldin óskað eftir 10 milljónum dala til þess að greiða leið gengisins til Bandaríkjanna. Hugðist hann nota fjármunina til þess að efla kosningabaráttu sína.Þeir frambjóðendur sem líklegastir eru til að ná kjöri eru Sandra Torres, sem komst í aðra umferð forsetakosninganna fyrir fjórum árum en laut í lægra haldi fyrir Jimmy Morales. Lögregla rannsakar starfsemi stjórnmálaflokks Torres vegna ásakana um ólöglega fjárstyrki. Torres er fyrrverandi eiginkona Alvaro Colom sem var forseti Gvatemala árin 2008-2012, hann er nú rannsakaður vegna gruns um fjársvik. Alejandro Giammattei, hægri maður sem tekur þátt í forsetakosningum í fjórða sinn. Giammattei var áður fangelsismálastjóri landsins og var sóttur til saka árið 2006 fyrir aðkomu sína að áhlaupi að Pavón fangelsinu, sem fangar höfðu haft stjórn á í áratug. Sjö fangar létust í áhlaupinu og Giammattei var handtekinn og vistaður í gæsluvarðhaldi í 10 mánuði. Málinu gegn honum var þó vísað frá sökum skorts á sönnunargögnum. Roberto Arzú, sonur fyrrum forseta landsins Alvaro Arzú, viðskiptamaður sem hefur aldrei gegnt opinberu starfi en stýrði um árabil einu sigursælasta knattspyrnuliði landsins. Arzú hefur aðallega staðið fyrir bættu öryggi og hyggst taka á glæpum verði hann kjörinn. Arzú, sem hefur slagorðið „Make Guate Great Again“ býður handtaka í Bandaríkjunum en dómari í Flórída samþykkti handtökubeiðni á hendur Arzu vegna útistandandi skulda hans við stjórnmálaráðgjafann JJ Rendón. Arzú neitar að hafa samið við Rendón. Nái enginn frambjóðandi helmingi greiddra atkvæða í dag fer önnur umferð kosninganna fram í ágúst. Gvatemala Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. BBC greinir frá. Nítján hafa boðið sig fram til þess að taka við af forsetanum Jimmy Morales, sem lögum samkvæmt má ekki sitja annað kjörtímabil. Athygli hefur vakið að tveir af þeim frambjóðendum sem líklegastir þóttu til að ná kjöri hafa verið bannaðir. Þá hefur enn annar frambjóðandi verið handtekinn í Miami, sakaður um skipulagningu innflutnings á kókaíni til Bandaríkjanna. Því er talið að úrslit ráðist ekki í þessari umferð kosninga en 50% greiddra atkvæða þarf til að ná kjöri í fyrstu umferð kosninganna. Fyrrum ríkissaksóknari Gvatemala, Thelma Aldana, Mario Estrada og Zury Ríos dóttir Efraín Ríos Montt sem var forseti Gvatemala 1982-1983 og forseti gvatemalska þingsins 2000-2004 eru frambjóðendurnir sem meinuð var þátttaka í kosningunum í dag. Spekingar telja að afstaða frambjóðanda til gengjastríða og fátæktar muni ráða úrslitum í dag.Dóttir einræðisherra, skattsvik og kókaínsmygl Stjórnskipunardómstóll Gvatemala úrskurðaði í maí að ógilda ætti framboð Zury Ríos, dóttur Efraím Ríos Montt vegna gjörða föður hennar. Ríos náði völdum með valdaráni 1982 og ríkti sem einræðisherra í rúmt ár. Ríos, sem lést í fyrra, hefur verið sakaður um að hafa skipað hersveitum að myrða yfir 1700 manns af Mayaættum sem grunaðir voru um að aðstoða óvini Ríos Montt. Ríos Montt var steypt af stóli af varnarmálaráðherra sínu og seinna dæmdur sekur af dómstól í Gvatemala fyrir stríðsglæpi. Stjórnskipunardómstóll úrskurðaði að lög gerðu ráð fyrir að börn einræðisherra mættu gegna stöðu forseta og var framboð hennar því dæmt ólöglegt.Framboð Thelmu Aldana var einnig dæmt ólöglegt sökum þunga ásakana á hendur Aldana. Hún var sökuð um embættisglöp, fjársvik og skattsvik. Á embættistíð sinni 2014-2018 sótti hún meðal annars fyrrverandi forsetann Otto Molina til saka vegna spillingar.Frambjóðandinn Mario Estrada var ekki talinn líklegur til að ná kjöri en hann var handtekinn í apríl sakaður um að hafa unnið að því að koma eiturlyfjum ólöglega til Bandaríkjanna ásamt Sinaloa genginu í Mexíkó. Hafði hann samkvæmt yfirvöldin óskað eftir 10 milljónum dala til þess að greiða leið gengisins til Bandaríkjanna. Hugðist hann nota fjármunina til þess að efla kosningabaráttu sína.Þeir frambjóðendur sem líklegastir eru til að ná kjöri eru Sandra Torres, sem komst í aðra umferð forsetakosninganna fyrir fjórum árum en laut í lægra haldi fyrir Jimmy Morales. Lögregla rannsakar starfsemi stjórnmálaflokks Torres vegna ásakana um ólöglega fjárstyrki. Torres er fyrrverandi eiginkona Alvaro Colom sem var forseti Gvatemala árin 2008-2012, hann er nú rannsakaður vegna gruns um fjársvik. Alejandro Giammattei, hægri maður sem tekur þátt í forsetakosningum í fjórða sinn. Giammattei var áður fangelsismálastjóri landsins og var sóttur til saka árið 2006 fyrir aðkomu sína að áhlaupi að Pavón fangelsinu, sem fangar höfðu haft stjórn á í áratug. Sjö fangar létust í áhlaupinu og Giammattei var handtekinn og vistaður í gæsluvarðhaldi í 10 mánuði. Málinu gegn honum var þó vísað frá sökum skorts á sönnunargögnum. Roberto Arzú, sonur fyrrum forseta landsins Alvaro Arzú, viðskiptamaður sem hefur aldrei gegnt opinberu starfi en stýrði um árabil einu sigursælasta knattspyrnuliði landsins. Arzú hefur aðallega staðið fyrir bættu öryggi og hyggst taka á glæpum verði hann kjörinn. Arzú, sem hefur slagorðið „Make Guate Great Again“ býður handtaka í Bandaríkjunum en dómari í Flórída samþykkti handtökubeiðni á hendur Arzu vegna útistandandi skulda hans við stjórnmálaráðgjafann JJ Rendón. Arzú neitar að hafa samið við Rendón. Nái enginn frambjóðandi helmingi greiddra atkvæða í dag fer önnur umferð kosninganna fram í ágúst.
Gvatemala Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira