Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 20:00 Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira