Forsætisráðherra segir þjóðina geta tekist á við stinningskalda þó blási á móti í efnahagslífinu Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 11:45 Katrín ræddi efnahagsmál og aðgerðir gegn loftslagshamförum í hátíðarræðu sinni. Mynd/Sigurjón Ragnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu. Í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins sagði Katrín að það blási nokkuð á móti í efnahagslífinu en þjóðin sé vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Þá ræddi forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda gegn loftslagshamförum. Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hófst á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Hamrahlíðarkórinn söng þjóðsönginn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti hátíðarræðu. Katrín rifjaði upp að um 125.000 manns bjuggu á öllu landinu við stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Hún ræddi um samstöðu Íslendinga og framfarir í samfélaginu. „Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“ Forsætisráðherra nefndi loftslagsmál í hátíðarræðu sinni. Hún sagði ungu kynslóðina gera skýra kröfu um að eldri kynslóðir gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn hamförum vegna loftlagsbreytinga. „Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið og það er nauðsynlegt að endurskoða áætlanir stjórnvalda með reglulegum hætti þá er líka lífsnauðsynlegt að byrja á aðgerðum.“ Katrín Jakobsdóttir ræddi um stjórnmál á tímum samfélagsmiðla. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs breyta lífi ungs barnafólks. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að stundum vilji gleymast að lýðræðinu sé ekki hægt að taka sem gefnu 75 árum eftir stofnun þess. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu því að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.“Vísir/FrikkiVísir/Frikki 17. júní Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu. Í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins sagði Katrín að það blási nokkuð á móti í efnahagslífinu en þjóðin sé vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Þá ræddi forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda gegn loftslagshamförum. Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hófst á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Hamrahlíðarkórinn söng þjóðsönginn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti hátíðarræðu. Katrín rifjaði upp að um 125.000 manns bjuggu á öllu landinu við stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Hún ræddi um samstöðu Íslendinga og framfarir í samfélaginu. „Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“ Forsætisráðherra nefndi loftslagsmál í hátíðarræðu sinni. Hún sagði ungu kynslóðina gera skýra kröfu um að eldri kynslóðir gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn hamförum vegna loftlagsbreytinga. „Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið og það er nauðsynlegt að endurskoða áætlanir stjórnvalda með reglulegum hætti þá er líka lífsnauðsynlegt að byrja á aðgerðum.“ Katrín Jakobsdóttir ræddi um stjórnmál á tímum samfélagsmiðla. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs breyta lífi ungs barnafólks. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að stundum vilji gleymast að lýðræðinu sé ekki hægt að taka sem gefnu 75 árum eftir stofnun þess. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu því að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.“Vísir/FrikkiVísir/Frikki
17. júní Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira