Tískudrottningin Gloria Vanderbilt látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 15:46 Gloria Vanderbilt var glæsileg kona. getty/Paul Schutzer Gloria Vanderbilt, bandaríska listakonan og tískudrottningin, er látin, 95 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hún lést á heimili sínu umkringd ættingjum sagði Anderson Cooper, sonur hennar og fréttamaður á CNN, eftir að hafa háð stríð við magakrabbamein. Gloria var þekkt sem „aumingja ríka stelpan“ (e. Poor little rich girl) og var barnabarnabarn 19. aldar viðskiptajöfursins Cornelius Vanderbilt. Gloria varð þekkt á sjötta og sjöunda áratugnum þegar hún byrjaði að hanna og framleiða hágæða gallabuxur. „Gloria Vanderbilt var mögnuð kona sem elskaði lífið og lifði því á eigin forsendum,“ sagði Cooper í tilkynningu. „Hún var málari, rithöfundur og hönnuður en líka mögnuð móðir, eiginkona og vinur.“ „Hún var 95 ára gömul en ef þú spyrð einhvern sem var náinn henni mun þér vera sagt að hún hafi verið yngsta manneskjan sem þau þekktu, sú svalasta og nútímalegasta,“ bætti hann við. Andlát Bandaríkin Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Gloria Vanderbilt, bandaríska listakonan og tískudrottningin, er látin, 95 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hún lést á heimili sínu umkringd ættingjum sagði Anderson Cooper, sonur hennar og fréttamaður á CNN, eftir að hafa háð stríð við magakrabbamein. Gloria var þekkt sem „aumingja ríka stelpan“ (e. Poor little rich girl) og var barnabarnabarn 19. aldar viðskiptajöfursins Cornelius Vanderbilt. Gloria varð þekkt á sjötta og sjöunda áratugnum þegar hún byrjaði að hanna og framleiða hágæða gallabuxur. „Gloria Vanderbilt var mögnuð kona sem elskaði lífið og lifði því á eigin forsendum,“ sagði Cooper í tilkynningu. „Hún var málari, rithöfundur og hönnuður en líka mögnuð móðir, eiginkona og vinur.“ „Hún var 95 ára gömul en ef þú spyrð einhvern sem var náinn henni mun þér vera sagt að hún hafi verið yngsta manneskjan sem þau þekktu, sú svalasta og nútímalegasta,“ bætti hann við.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira