Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 19:00 Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. Ef til þess kemur brjóta Íranar á bak aftur samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum. Í síðasta mánuði tilkynnti íranska kjarnorkumálastofnunin að framleiðsla á auðguðu úrani yrði fjórfölduð vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Íran. Í dag var tilkynnt að framleiðslan fari yfir hámark sem kveðið er á um í samkomulagi sem Íran og fleiri kjarnorkuríki gerðu árið 2015. „Eftir að við förum fram yfir 300 kílógramma hámarkið verður hlutfall framleiðslu lágauðgaðs 3,67 prósenta úrans hærra,“ sagði Behrouz Kamalvandi, talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar. Þessu hafa Íranar hótað eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum á síðasta ári. Síðan þá hafa Evrópuríki reynt að koma í veg fyrir að kjarnorkusamningurinn verði að engu. Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna og til framleiðslu kjarnorkuvopna.Stjórnstöð í írönsku kjarnorkuveri.AP/Vahid SalemÓvirkur kjarnaofn tekinn í gagnið aftur Forsætisráðherra Ísraels brást við tilkynningu Írana í dag með þeim orðum að Ísraelar myndu ekki fylgjast aðgerðarlausir með kjarnorkuvopnaframleiðslu í Íran. „Ef Íranar standa við hótanir sínar og brjóta kjarnorkusamninginn verður alþjóðasamfélagið þegar í stað að grípa til þeirra refsiaðgerða sem samþykktar voru fyrir fram, „afturhvarfsaðgerðanna“,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Pólitískar yfirlýsingar hafa gengið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja annars vegar og Írans hins vegar í kjölfar árása á olíuskip í Ómanflóa nýlega. Spenna milli ríkja fer vaxandi og fjölmiðlar segja líkur aukast á átökum við Persaflóa. Íranska sjónvarpið sýndi í dag myndir af kjarnakljúfi sem talið var að hefði verið gerður óvirkur fyrir nokkrum árum. Talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að hægt sé að hefja framleiðslu þar á ný. Bandaríkin Íran Ísrael Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. Ef til þess kemur brjóta Íranar á bak aftur samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum. Í síðasta mánuði tilkynnti íranska kjarnorkumálastofnunin að framleiðsla á auðguðu úrani yrði fjórfölduð vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Íran. Í dag var tilkynnt að framleiðslan fari yfir hámark sem kveðið er á um í samkomulagi sem Íran og fleiri kjarnorkuríki gerðu árið 2015. „Eftir að við förum fram yfir 300 kílógramma hámarkið verður hlutfall framleiðslu lágauðgaðs 3,67 prósenta úrans hærra,“ sagði Behrouz Kamalvandi, talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar. Þessu hafa Íranar hótað eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum á síðasta ári. Síðan þá hafa Evrópuríki reynt að koma í veg fyrir að kjarnorkusamningurinn verði að engu. Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna og til framleiðslu kjarnorkuvopna.Stjórnstöð í írönsku kjarnorkuveri.AP/Vahid SalemÓvirkur kjarnaofn tekinn í gagnið aftur Forsætisráðherra Ísraels brást við tilkynningu Írana í dag með þeim orðum að Ísraelar myndu ekki fylgjast aðgerðarlausir með kjarnorkuvopnaframleiðslu í Íran. „Ef Íranar standa við hótanir sínar og brjóta kjarnorkusamninginn verður alþjóðasamfélagið þegar í stað að grípa til þeirra refsiaðgerða sem samþykktar voru fyrir fram, „afturhvarfsaðgerðanna“,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Pólitískar yfirlýsingar hafa gengið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja annars vegar og Írans hins vegar í kjölfar árása á olíuskip í Ómanflóa nýlega. Spenna milli ríkja fer vaxandi og fjölmiðlar segja líkur aukast á átökum við Persaflóa. Íranska sjónvarpið sýndi í dag myndir af kjarnakljúfi sem talið var að hefði verið gerður óvirkur fyrir nokkrum árum. Talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að hægt sé að hefja framleiðslu þar á ný.
Bandaríkin Íran Ísrael Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Sjá meira