Mikill fjöldi farþega á 17. júní kom strætó í opna skjöldu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júní 2019 10:47 Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær með strætó til að fagna 17. júní. vísir/vilhelm „Þetta kom okkur svolítið í opna skjöldu miðað við síðustu ár því þetta hefur ekki beint verið stærsti dagurinn okkar,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, um mikinn fjölda farþega sem fór með Strætó í miðbæ Reykjavíkur í gær vegna hátíðarhalda í tilefni af 17. júní. Einhverjir sem ætluðu að fara með strætó niður í bæ komust jafnvel ekki með því vagnarnir voru svo fullir af fólki og í sumum voru jafnvel tveir til þrír barnavagnar um borð sem Guðmundur segir að sé ekki algengt.Borgin hvetur fólk til þess að taka strætó í bæinn en gerir engar ráðstafanir að fleiri séu að taka strætó en venjulega. Eru því allir strætóar, fullir, að keyra framhjá fullt af fólki hér á strætóatoppustöðinni, er það eðlilegt? @straetobs — Bryndís Bjarnadóttir (@litlamus) June 17, 2019Strætó keyrir á sunnudagsáætlun á 17. júní sem þýðir að vagnarnir koma á hálftíma fresti. Guðmundur segir að sú áætlun hafi gengið upp undanfarin ár en í ár hafi veðrið vafalaust spilað inn í og svo þau tímamót að 75 ár eru liðin frá stofnun lýðveldisins. „Við heyrðum að sumir hafi orðið eftir því vagnarnir hafi ekki getað tekið við fleira fólki sem er bæði gleðilegt en grátlegt á sama tíma að við höfum ekki getað tekið alla sem við vildum. En þessi sunnudagsáætlun hefur alltaf gengið, að minnsta kosti síðustu þrjú ár, án vesens. Í fyrra var auðvitað rigning og það spilar eflaust inn í,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Metþáttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í blíðviðri Hann segir farþegatölur fyrir þjóðhátíðardaginn ekki liggja fyrir en verið sé að taka þær saman. Guðmundur segir að fólk hafi mest látið vita af því í gegnum samfélagsmiðla ef það komst ekki um borð í vagnana, til dæmis í gegnum Twitter og samfélagsmiðla. „Þetta var að gerast um tvöleytið. Þá fær stjórnstöð þrjár tilkynningar formlega frá vagnstjórum um að þeir hafi ekki getað tekið fleiri. Svo held ég að þetta hafi gengið kannski aðeins betur á leiðinni úr bænum. Við þurfum eiginlega bara að fara yfir þetta. Þetta hefur gengið vel áður og það má alveg vera vitur eftir á. Við hefðum kannski getað undirbúið þetta betur og haft einhverja bakvakt en við þurfum bara að læra af þessu,“ segir Guðmundur og bætir við að borgin loki nánast miðbænum alveg fyrir bílaumferð. Því sé massinn eðlilega kannski að skilja bílinn eftir heima. „Þannig að kannski aukið samráð við sveitarfélögin hefði mátt vera betra eftir á að hyggja.“ Guðmundur segir að það hafi verið sérstaklega mikið álag á stóru stofnleiðunum, það er ásnum, þristinum og sexunni. Hálftímatíðni á þeim á svona dögum sé alltof lítið og því þurfi að skoða hafa aukna tíðni á þeim á dögum eins og í gær. „Við þurfum bara að rýna þetta betur og gera betur, til dæmis á Gay Pride og öðrum svona viðburðum í sumar,“ segir Guðmundur. 17. júní Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Metþátttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í einstöku blíðviðri Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins. 17. júní 2019 19:00 „Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“ Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. 17. júní 2019 23:03 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
„Þetta kom okkur svolítið í opna skjöldu miðað við síðustu ár því þetta hefur ekki beint verið stærsti dagurinn okkar,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, um mikinn fjölda farþega sem fór með Strætó í miðbæ Reykjavíkur í gær vegna hátíðarhalda í tilefni af 17. júní. Einhverjir sem ætluðu að fara með strætó niður í bæ komust jafnvel ekki með því vagnarnir voru svo fullir af fólki og í sumum voru jafnvel tveir til þrír barnavagnar um borð sem Guðmundur segir að sé ekki algengt.Borgin hvetur fólk til þess að taka strætó í bæinn en gerir engar ráðstafanir að fleiri séu að taka strætó en venjulega. Eru því allir strætóar, fullir, að keyra framhjá fullt af fólki hér á strætóatoppustöðinni, er það eðlilegt? @straetobs — Bryndís Bjarnadóttir (@litlamus) June 17, 2019Strætó keyrir á sunnudagsáætlun á 17. júní sem þýðir að vagnarnir koma á hálftíma fresti. Guðmundur segir að sú áætlun hafi gengið upp undanfarin ár en í ár hafi veðrið vafalaust spilað inn í og svo þau tímamót að 75 ár eru liðin frá stofnun lýðveldisins. „Við heyrðum að sumir hafi orðið eftir því vagnarnir hafi ekki getað tekið við fleira fólki sem er bæði gleðilegt en grátlegt á sama tíma að við höfum ekki getað tekið alla sem við vildum. En þessi sunnudagsáætlun hefur alltaf gengið, að minnsta kosti síðustu þrjú ár, án vesens. Í fyrra var auðvitað rigning og það spilar eflaust inn í,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Metþáttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í blíðviðri Hann segir farþegatölur fyrir þjóðhátíðardaginn ekki liggja fyrir en verið sé að taka þær saman. Guðmundur segir að fólk hafi mest látið vita af því í gegnum samfélagsmiðla ef það komst ekki um borð í vagnana, til dæmis í gegnum Twitter og samfélagsmiðla. „Þetta var að gerast um tvöleytið. Þá fær stjórnstöð þrjár tilkynningar formlega frá vagnstjórum um að þeir hafi ekki getað tekið fleiri. Svo held ég að þetta hafi gengið kannski aðeins betur á leiðinni úr bænum. Við þurfum eiginlega bara að fara yfir þetta. Þetta hefur gengið vel áður og það má alveg vera vitur eftir á. Við hefðum kannski getað undirbúið þetta betur og haft einhverja bakvakt en við þurfum bara að læra af þessu,“ segir Guðmundur og bætir við að borgin loki nánast miðbænum alveg fyrir bílaumferð. Því sé massinn eðlilega kannski að skilja bílinn eftir heima. „Þannig að kannski aukið samráð við sveitarfélögin hefði mátt vera betra eftir á að hyggja.“ Guðmundur segir að það hafi verið sérstaklega mikið álag á stóru stofnleiðunum, það er ásnum, þristinum og sexunni. Hálftímatíðni á þeim á svona dögum sé alltof lítið og því þurfi að skoða hafa aukna tíðni á þeim á dögum eins og í gær. „Við þurfum bara að rýna þetta betur og gera betur, til dæmis á Gay Pride og öðrum svona viðburðum í sumar,“ segir Guðmundur.
17. júní Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Metþátttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í einstöku blíðviðri Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins. 17. júní 2019 19:00 „Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“ Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. 17. júní 2019 23:03 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Metþátttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í einstöku blíðviðri Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins. 17. júní 2019 19:00
„Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“ Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. 17. júní 2019 23:03
75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00