„Skúrkarnir“ í The Bachelor létu pússa sig saman Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2019 11:10 Chris Randone og Krystal Nielson segja þættina hafa breytt lífi sínu til hins betra. Þau hafi bæði þroskast og fundið ástina í þáttunum. Chris Randone og Krystal Nielson, sem eru aðdáendum The Bachelor þáttanna að góðu kunn, gengu í hjónaband í gær. Sjálfur Chris Harrison fór fyrir helgiathöfninni og gaf þau saman í Mexíkó en parið fór einmitt á fyrsta stefnumótið í Mexíkó. „Við erum svo ótrúlega spennt að byrja á þessum nýja kafla í lífinu. Við ætlum að alltaf að vera til staðar fyrir hvort annað,“ sagði Nielson í einkaviðtali við People. Parið býr saman í San Diego og heldur úti þáttum á Youtube sem heita Glitter & The Goose. Í brúðkaupinu mátti sjá mörg þekkt andlit úr Bachelor þáttunum en viðstödd voru meðal annars þau Ashley Iaconetti og unnusti hennar Jared Haibon, Beccu Kufrin og Ben Higgins. Krystal, sem starfar sem einkaþjálfari, var upphaflega í 22. þáttaröðinni af The Bachelor og keppti um hylli kappakstursmannsins Arie Luyendyk. Krystal vakti ekki mikla lukku hjá öðrum keppendum sem þótti hún ekki vera nógu einlæg auk þess sem hún rægði aðra keppendur.Sjá nánar: Segist hafa fundið mest pirrandi rödd sjónvarpssögunnar Randone tók þátt í 14. þáttaröðinni af The Bachelorette og varð ástfanginn af Beccu Kufrin sem var í aðalhlutverkinu í þáttaröðinni. Randone lét skapið hlaupa með sig í gönur, öðrum keppendum til mikils ama, og baktalaði aðra. Hann þótti stimpla sig inn sem „skúrkur“ þáttaraðarinnar rétt eins Nielson á þeim tíma. Bachelor in Paradise er eins konar hliðarafurð þáttanna þar sem keppendurnir sem sátu með sárt ennið eftir þáttaraðir The Bachelor og The Bachelorette fá annað tækifæri til að finna ástina. View this post on InstagramWE’RE MARRIED!!! A post shared by Krystal Nielson (@coachkrystal_) on Jun 17, 2019 at 9:01am PDTRandone átti í erfiðleikum með skapið Randone og Nielson kynntust í Bachelor in Paradise en þrátt fyrir að gengið hefði á ýmsu í fyrstu náðu þau saman í lokin en Randone fór á skeljarnar í lokaþættinum. Randone hefur áður sagt að Nielson hefði hjálpað sér mikið við að ná tökum á skapinu. Hún fékk hann til að snúa við blaðinu þegar hún tók hann afsíðis við tökur á Bachelor in Paradise og messaði yfir honum. Nielson á að hafa sagt honum að hún sæi vel að hann væri góð og einlæg manneskja en hann yrði að láta af hegðun sinni ef hann ætlaði sér ekki að missa sig og fæla alla aðra í burtu. Hann væri með of fyrirferðamikið egó og úreltar karlmennskuhugmyndir sem væru að þvælast fyrir honum í samskiptum við aðra. Voru bæði lokuð og með of fyrirferðarmikil egó „Við erum bæði mjög hörð af okkur af því við höfum bæði þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika,“ sagði Nielson. Þau ólust bæði upp hjá einstæðum mæðrum en faðir Randone afneitaði honum. „Við náðum að tengjast í gegnum þetta. Ég skildi hann svo vel,“ sagði Nielson. Hún sagði að þau hefðu bæði verið mjög lokuð, með of fyrirferðarmikil egó og sífellt í vörn. Það hefði verið afleiðing af þeim erfiðleikum sem þau hefðu gengið í gegnum. „Ég virkilega trúi því að það sé ástæða fyrir öllu sem gerist. Allt sem ég gekk í gegnum í The Bachelor og Bachelor in Paradise varð til þess að ég þroskaðist og varð sú sem ég er í dag. Það varð síðan til þess að ég hitti Chris.“ Hollywood Tengdar fréttir Skráð sem týnd en keppti á sama tíma í Bachelor Rebekah Martinez, keppandi í Bachelor, var skráð sem týndur einstaklingur í nokkra mánuði áður en glöggur lesandi staðarblaðs í Norður-Karólínu benti blaðinu á að hún væri keppandi í raunveruleikaþættinum The Bachelor. 2. febrúar 2018 23:03 Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00 Segist hafa fundið mest pirrandi rödd sjónvarpssögunnar Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel segist hafa fundið mest pirrandi rödd sjónvarpssögunnar. 23. janúar 2018 11:30 Umdeildasti piparsveinn sögunnar á leiðinni til Íslands með unnustunni Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 9. mars 2018 09:30 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Chris Randone og Krystal Nielson, sem eru aðdáendum The Bachelor þáttanna að góðu kunn, gengu í hjónaband í gær. Sjálfur Chris Harrison fór fyrir helgiathöfninni og gaf þau saman í Mexíkó en parið fór einmitt á fyrsta stefnumótið í Mexíkó. „Við erum svo ótrúlega spennt að byrja á þessum nýja kafla í lífinu. Við ætlum að alltaf að vera til staðar fyrir hvort annað,“ sagði Nielson í einkaviðtali við People. Parið býr saman í San Diego og heldur úti þáttum á Youtube sem heita Glitter & The Goose. Í brúðkaupinu mátti sjá mörg þekkt andlit úr Bachelor þáttunum en viðstödd voru meðal annars þau Ashley Iaconetti og unnusti hennar Jared Haibon, Beccu Kufrin og Ben Higgins. Krystal, sem starfar sem einkaþjálfari, var upphaflega í 22. þáttaröðinni af The Bachelor og keppti um hylli kappakstursmannsins Arie Luyendyk. Krystal vakti ekki mikla lukku hjá öðrum keppendum sem þótti hún ekki vera nógu einlæg auk þess sem hún rægði aðra keppendur.Sjá nánar: Segist hafa fundið mest pirrandi rödd sjónvarpssögunnar Randone tók þátt í 14. þáttaröðinni af The Bachelorette og varð ástfanginn af Beccu Kufrin sem var í aðalhlutverkinu í þáttaröðinni. Randone lét skapið hlaupa með sig í gönur, öðrum keppendum til mikils ama, og baktalaði aðra. Hann þótti stimpla sig inn sem „skúrkur“ þáttaraðarinnar rétt eins Nielson á þeim tíma. Bachelor in Paradise er eins konar hliðarafurð þáttanna þar sem keppendurnir sem sátu með sárt ennið eftir þáttaraðir The Bachelor og The Bachelorette fá annað tækifæri til að finna ástina. View this post on InstagramWE’RE MARRIED!!! A post shared by Krystal Nielson (@coachkrystal_) on Jun 17, 2019 at 9:01am PDTRandone átti í erfiðleikum með skapið Randone og Nielson kynntust í Bachelor in Paradise en þrátt fyrir að gengið hefði á ýmsu í fyrstu náðu þau saman í lokin en Randone fór á skeljarnar í lokaþættinum. Randone hefur áður sagt að Nielson hefði hjálpað sér mikið við að ná tökum á skapinu. Hún fékk hann til að snúa við blaðinu þegar hún tók hann afsíðis við tökur á Bachelor in Paradise og messaði yfir honum. Nielson á að hafa sagt honum að hún sæi vel að hann væri góð og einlæg manneskja en hann yrði að láta af hegðun sinni ef hann ætlaði sér ekki að missa sig og fæla alla aðra í burtu. Hann væri með of fyrirferðamikið egó og úreltar karlmennskuhugmyndir sem væru að þvælast fyrir honum í samskiptum við aðra. Voru bæði lokuð og með of fyrirferðarmikil egó „Við erum bæði mjög hörð af okkur af því við höfum bæði þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika,“ sagði Nielson. Þau ólust bæði upp hjá einstæðum mæðrum en faðir Randone afneitaði honum. „Við náðum að tengjast í gegnum þetta. Ég skildi hann svo vel,“ sagði Nielson. Hún sagði að þau hefðu bæði verið mjög lokuð, með of fyrirferðarmikil egó og sífellt í vörn. Það hefði verið afleiðing af þeim erfiðleikum sem þau hefðu gengið í gegnum. „Ég virkilega trúi því að það sé ástæða fyrir öllu sem gerist. Allt sem ég gekk í gegnum í The Bachelor og Bachelor in Paradise varð til þess að ég þroskaðist og varð sú sem ég er í dag. Það varð síðan til þess að ég hitti Chris.“
Hollywood Tengdar fréttir Skráð sem týnd en keppti á sama tíma í Bachelor Rebekah Martinez, keppandi í Bachelor, var skráð sem týndur einstaklingur í nokkra mánuði áður en glöggur lesandi staðarblaðs í Norður-Karólínu benti blaðinu á að hún væri keppandi í raunveruleikaþættinum The Bachelor. 2. febrúar 2018 23:03 Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00 Segist hafa fundið mest pirrandi rödd sjónvarpssögunnar Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel segist hafa fundið mest pirrandi rödd sjónvarpssögunnar. 23. janúar 2018 11:30 Umdeildasti piparsveinn sögunnar á leiðinni til Íslands með unnustunni Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 9. mars 2018 09:30 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Skráð sem týnd en keppti á sama tíma í Bachelor Rebekah Martinez, keppandi í Bachelor, var skráð sem týndur einstaklingur í nokkra mánuði áður en glöggur lesandi staðarblaðs í Norður-Karólínu benti blaðinu á að hún væri keppandi í raunveruleikaþættinum The Bachelor. 2. febrúar 2018 23:03
Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00
Segist hafa fundið mest pirrandi rödd sjónvarpssögunnar Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel segist hafa fundið mest pirrandi rödd sjónvarpssögunnar. 23. janúar 2018 11:30
Umdeildasti piparsveinn sögunnar á leiðinni til Íslands með unnustunni Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 9. mars 2018 09:30