Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Sighvatur Jónsson skrifar 18. júní 2019 12:15 Kvenfluga lúsmýs. Mynd/Scott Bauer Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa. Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa.
Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03