Lífið

Stofnandi Megadeth með krabbamein

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Dave Mustaine stofnandi Megadeth segist alvanur því að takast á við mótlæti.
Dave Mustaine stofnandi Megadeth segist alvanur því að takast á við mótlæti. Vísir/getty
Meðlimir einnar þekktustu þungarokksveitar heims, Megadeth, hafa aflýst fyrirhugaðri tónleikaferð um heiminn vegna veikinda stofnanda sveitarinnar.

Dave Mustaine, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter í gær að hann væri kominn með krabbamein í hálsi.

Hann segist staðráðinn í því að vinna bug á meininu. Hann hafi áður þurft að kljást við erfiðleika. Mustaine segist vera í nánu samstarfi með læknum sínum. Saman hafi þeir teiknað upp meðferðaráætlun en læknar telja að 90% líkur séu á því að hann nái bata að meðferð lokinni.

„Ég er svo þakklátur teyminu mínu, læknunum, hljómsveitarfélögunum, þjálfurum og svo mörgum. Ég mun halda áfram að upplýsa um gang mála,“ sagði Mustaine.

Kom að stofnun Metallica

Mustaine var með í að stofna metalbandið Metallica árið 1981 ásamt þeim Lars Ulrich, James Hetfield og Ron McGovney á bassa. Meðlimir Metallica fundu sig aftur á móti knúna til að reka Mustaine úr hljómsveitinni árið 1983 vegna vímuefnavanda hans. Kirk Hammett, gítarleikari frá San Francisco, var fenginn í hans stað en Hammett hefur allar götur síðan verið gítarleikari hljómsveitarinnar. Mustaine stofnaði Megadeth sama ár.


Tengdar fréttir

Þungarokkið bjargaði lífi norsks drengs

13 ára gamall drengur frá Noregi komst heldur betur í hann krappan á dögunum. Svo virðist sem þungarokk hafi bókstaflega bjargað lífi drengsins.

Metall, rapp og karókívænir smellir í Laugardalnum

Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.