Ekki hægt að eyða lúpínunni sem breytir landinu varanlega Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júní 2019 07:30 Lúpínubreiður setja mjög mikinn svip á Keldnaholt við Grafarvogshverfið í Reykjavík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
„Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent