Youtube-stjarna opnar sig um kynhneigð sína í einlægu myndbandi Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 09:58 Eugene Lee Yang á fjáröflunarsamkomu fyrir The Trevor Project. Vísir/Getty Eugene Lee Yang opnar sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í nýju myndbandi en hann hefur slegið í gegn sem hluti af hópnum The Try Guys á Buzzfeed. Hópurinn gefur út þætti þar sem þeir prófa allt á milli himins og jarðar, allt frá hárvörum yfir í það að smakka allan matseðilinn á KFC.Yang, sem er 33 ára gamall, ólst upp í Texas og er af asískum uppruna. Hann segir bakgrunn sinn hafa gert sér erfitt fyrir að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður maður. Í samtali við The Advocate segir Lee að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því að hann væri í það minnsta í einhverskonar jaðarhópi. „Ég var áður að vinna úr þeirri staðreynd að ég vissi ekki að ég væri asískur í mörg ár. Einu skilaboðin um það voru frá jafnöldrum mínum á neikvæðan hátt og það lét mig sjálfkrafa detta inn í það hugarfar að mér fannst ég öðruvísi. Öryggi mitt var aldrei eitthvað sem ég tók sem gefnum hlut,“ segir Lee. Hann segir þá upplifun hafa litað hvernig hann horfði á kynhneigð sína því hann hafði áður horft upp á þá meðferð sem hinsegin krakkar fengu í skólanum sínum og það hafi ekki verið falleg sjón. „Það var mikið í samfélaginu sem ýttu mér í þá átt að fara mjög varlega.“Myndbandið gert til þess að vekja athygli á sjálfsvígum hinsegin ungmenna Nú eru fjórir dagar síðan myndbandið var birt á YouTube og hefur það fengið hátt í tíu milljónir áhorfa. Lee er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur myndbandsins en í myndbandinu tjáir hann sig alfarið í gegnum dans við undirspil lagsins A Moment Apart.Myndbandið heitir einfaldlega I‘m Gay og segir Lee það vera hann að tjá sig á afar persónulegan hátt. Þá er myndbandið einnig fjáröflunarverkefni fyrir The Trevor Project sem vinnur að því að fækka sjálfsvígum á meðal hinsegin ungmenna og hafa nú þegar safnast yfir 65 þúsund dollarar í þágu verkefnisins. „Ég hélt aftur af mér vegna ótta og skammar sem kom í kjölfar bakgrunns míns en ég lofa að gefa ykkur allan minn sannleika í því sem ég geri í framtíðinni,“ segir Lee.I created this music video as my personal way of coming out as a proud gay man who has many unheard, specific stories to tell. I withheld because of fear and shame shaped by my background but I promise to give my full truth in the rest of my life's work.https://t.co/bLTX7c4fwvpic.twitter.com/0nLLAWR5FC — Eugene Lee Yang (@EugeneLeeYang) June 15, 2019 Hinsegin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Sjá meira
Eugene Lee Yang opnar sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í nýju myndbandi en hann hefur slegið í gegn sem hluti af hópnum The Try Guys á Buzzfeed. Hópurinn gefur út þætti þar sem þeir prófa allt á milli himins og jarðar, allt frá hárvörum yfir í það að smakka allan matseðilinn á KFC.Yang, sem er 33 ára gamall, ólst upp í Texas og er af asískum uppruna. Hann segir bakgrunn sinn hafa gert sér erfitt fyrir að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður maður. Í samtali við The Advocate segir Lee að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því að hann væri í það minnsta í einhverskonar jaðarhópi. „Ég var áður að vinna úr þeirri staðreynd að ég vissi ekki að ég væri asískur í mörg ár. Einu skilaboðin um það voru frá jafnöldrum mínum á neikvæðan hátt og það lét mig sjálfkrafa detta inn í það hugarfar að mér fannst ég öðruvísi. Öryggi mitt var aldrei eitthvað sem ég tók sem gefnum hlut,“ segir Lee. Hann segir þá upplifun hafa litað hvernig hann horfði á kynhneigð sína því hann hafði áður horft upp á þá meðferð sem hinsegin krakkar fengu í skólanum sínum og það hafi ekki verið falleg sjón. „Það var mikið í samfélaginu sem ýttu mér í þá átt að fara mjög varlega.“Myndbandið gert til þess að vekja athygli á sjálfsvígum hinsegin ungmenna Nú eru fjórir dagar síðan myndbandið var birt á YouTube og hefur það fengið hátt í tíu milljónir áhorfa. Lee er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur myndbandsins en í myndbandinu tjáir hann sig alfarið í gegnum dans við undirspil lagsins A Moment Apart.Myndbandið heitir einfaldlega I‘m Gay og segir Lee það vera hann að tjá sig á afar persónulegan hátt. Þá er myndbandið einnig fjáröflunarverkefni fyrir The Trevor Project sem vinnur að því að fækka sjálfsvígum á meðal hinsegin ungmenna og hafa nú þegar safnast yfir 65 þúsund dollarar í þágu verkefnisins. „Ég hélt aftur af mér vegna ótta og skammar sem kom í kjölfar bakgrunns míns en ég lofa að gefa ykkur allan minn sannleika í því sem ég geri í framtíðinni,“ segir Lee.I created this music video as my personal way of coming out as a proud gay man who has many unheard, specific stories to tell. I withheld because of fear and shame shaped by my background but I promise to give my full truth in the rest of my life's work.https://t.co/bLTX7c4fwvpic.twitter.com/0nLLAWR5FC — Eugene Lee Yang (@EugeneLeeYang) June 15, 2019
Hinsegin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Sjá meira