Innlent

Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gerðu sér að leik að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í linan jarðveg Helgafells.
Gerðu sér að leik að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í linan jarðveg Helgafells. Facebook
Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. Þau hafa verið tilkynnt til lögreglu. Augljóst sé að sum spjöllin hafi unnið mjög nýlega, jafnvel á allra síðustu dögum.

„Svona áletrarnir eru skýrt brot á náttúruverndarlögum og gríðarleg vanvirðing gagnvart náttúru landsins, enda skilja brotin eftir sig skemmdir sem getur tekið veður og vinda tugi eða hundruð ára að afmá. Það sem verra er, svona athæfi geta virkað sem hvatning fyrir aðra til að gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun hefur tekið náttúruspjöllin við Helgafell til meðferðar og hefur tilkynnt brotin til lögreglu. Þá lýsir Umhverfisstofnun áhyggjum af utanvegaakstri og óvirðingu við náttúru landsins sem fjallað hefur verið um síðustu vikur.

„Náttúruspjöll eru lögbrot sem sæta viðurlögum og við hvetjum ferðalanga til að halda vöku sinni og tilkynna brot. Hjálpumst að við að halda náttúru okkar óspilltri. Ef það er ekki gestabók á fjallstindinum sem þú toppaðir, vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×