Framhaldsskóli verður grunnskóli Guðjón H. Hauksson skrifar 19. júní 2019 10:48 Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun