Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júní 2019 04:00 Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Vísir/Vilhelm Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira