GOG hafði betur gegn Álaborg í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Það voru gestirnir í GOG sem byrjuðu betur í leiknum í Álaborg en það var þó mikið jafnræði með liðunum í upphafi leiks. Heimamenn tóku yfirhöndina um miðjan hálfleikinn en munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk.
Staðan í hálfleik var 16-14 fyrir gestina í GOG. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust í 18-14 áður en Álaborg náði að svara.
GOG hélt yfirhöndinni út seinni hálfleikinn og vann að lokum 33-30 sigur.
Janus Daði Smárason átti mjög góðan leik fyrir Álaborg með fjögur mörk og sjö stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahópi Álaborgar í dag. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG.
GOG tók heimaleikjaréttinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn

Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn


Fleiri fréttir
