Stjórnendur Skeljungs hafa ákveðið að lækka eldsneytisverð á Dalvegi í Kópavogi og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði um 30 krónur. Atlantsolía ákvað í morgun að lækka verð á bensíni og dísel um 30 krónur.
„Orkan í verðstríð“ segir í fréttatilkynningu til fjölmiðla. „Um er að ræða fast verð. Ekki eru veittir afslættir frá þessum verðum og ekki er því unnt að nýta kolefnisjöfnunarleiðina á þessum stöðvum.“
Verðið hjá Orkunni á bensínlítranum er 211,30 krónur en hjá Atlantsolíu 211,40 krónur.
Rétt er að athuga að fyrrnefnt verð er aðeins á tveimur af fjölmörgum stöðvum Orkunnar og Atlantsolíu.
Orkan svarar 30 krónu lækkun Atlantsolíu

Tengdar fréttir

Lækka verð á bensínlítranum um 30 krónur
Atlantsolía lækkaði í dag verð á eldsneyti í rúmlega 211 krónur á lítrann á stöð sinn á Sprengisandi í Reykjavík. Er verðið nú á pari við það sem er á stöðinni í Kaplakrika.