Bálreiðir netverjar herja á sjómennina tvo: „Er allt í lagi að limlesta börnin mín og drekkja þeim af því að ég er svo ógeðslegur?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 3. júní 2019 20:34 Þeir Halldór (t.v.) og Gunnar (t.h.) hafa fengið fjölda ógeðfelldra skilaboða eftir að leikarinn Jason Momoa birti nöfn þeirra og myndir á Instagram. Gunnar Þór Óðinsson, annar skipverjanna á bátnum Bíldsey SH-65 sem sjást skera sporðinn af hákarli og sleppa honum aftur út í sjóinn, segir lífláts- og ofbeldishótanir sem honum og fjölskyldu hans hefur borist hlaupa á þúsundum. Þá hefur Halldór Gústafsson, hinn skipverjinn, einnig fengið fjöldann allan af níðpóstum. Mál skipverjanna hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. Raunar svo mikla að Aquaman-leikarinn Jason Momoa birti í gær færslu á Instagram þar sem nöfn skipverjanna koma fram auk mynda af þeim og fjölskyldumeðlimum. Í kjölfar fór þeim Gunnari og öðrum skipverja, Halldóri Gústafssyni, að berast mikill fjöldi skilaboða frá fólki víðs vegar að, þar sem þeim og fjölskyldum þeirra er hótað öllu illu. View this post on InstagramAnd there you are......it sucks to see that you are probably good men friends providers fathers but you fucking did this. Your life will forever change I have never in my life seen something so cruel. Your laugh makes me furious never have I wanted to hurt a human as much as I did when I heard your laugh and what u said. This will change you and hopefully you will save and protect I pray you find redemption. we all make mistakes but what u did was evil PURE EVIL. You will get what that shark got. FUCK YOU j A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Jun 2, 2019 at 2:23pm PDTRétt þykir að vara viðkvæma lesendur við því sem kemur fram hér að neðan. Um ofbeldis-, nauðgunar- og líflátshótanir er að ræða.„Ég vona að einhver skeri fæturna af börnunum þínum og skilji þau eftir til þess að blæða út, litla tík,“ segir í byrjun þessara skilaboða.SkjáskotÍ samtali við Vísi segist Gunnar hafa fengið gríðarlegan fjölda skilaboða og tölvupósta, sem snúist oft um það að beita hann, og í sumum tilfellum börn hans, ofbeldi af einhverju tagi. „Alveg endalaust af þeim sko. Er allt í lagi að limlesta börnin mín og drekkja þeim af því að ég er svo ógeðslegur,“ spyr Gunnar sem telur að Momoa hafi ákveðið að vekja athygli á málinu til þess að beina athygli að eigin ágæti.Sjá einnig: Jason Momoa lætur skipverjana á Bíldsey heyra það „Hver er tilgangur hans, þarna Aquaman [Momoa], sem hefur 12 milljón fylgjendur á eftir sér að biðja þá að finna okkur, og hvað svo? Ætlar hann að koma í heimsókn? Eða hvað, ég veit ekki hvað, það eru einhver hundruð þúsunda morðhótana að koma til manns og þetta snýst ekki lengur um einhvern hákarl, þetta snýst bara um að limlesta börnin mín og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Gunnar sem segist tilbúinn að bjóða Momoa í „kaffi og meðí,“ eins og Gunnar orðar það sjálfur, til þess að ræða málin. Önnur skilaboð sem Gunnari bárust þar sem ýjað er að því að sendandinn hyggist hafa uppi á Gunnari og fjölskyldu hans.SkjáskotSá fljótt að þetta væri búið Gunnar segir að fljótlega eftir að hann sá færslu leikarans hafi runnið upp fyrir honum að viðbrögðin, sem létu sannarlega ekki á sér standa, yrðu mikil. „Ég sá að þetta var bara búið það gerðist mjög fljótlega. Það hefur ekki stoppað hjá manni síminn og bara hjá fjölskyldunni,“ segir Gunnar og bætir við að skilaboðin sem hann hefur verið að fá séu flest á tölvupósti, Instagram og Facebook. Aðspurður hvort hann geri sér nokkra grein fyrir umfangi skilaboðanna segir Gunnar fjölda þeirra hlaupa á þúsundum. „Þetta eru þúsundir, það er ekkert flóknara en það. Ég er búinn að taka einhver skjáskot af þessu eftir að ég ákvað að hafa samband við ykkur [fréttastofuna]. Þetta er varla birtingarhæft. Ég skil bara ekki hvernig er í lagi að skera niður börn og henda í sjóinn, ég bara fatta það ekki.“Hér óskar sendandi þess að börnum Gunnars verði nauðgað og þau drepin, auk þess sem Gunnar er kallaður ýmsum ljótum nöfnum.SkjáskotSjálfur segist Gunnar ekki ætla að tjá sig sérstaklega um myndbandið þar sem hann sést skera sporðinn af hákarli og sleppa aftur í sjóinn öðruvísi en að viðurkenna að það sem þar átti sér stað sé óréttlætanlegt.Hefur áhrif á fjölskylduna Gunnar segir börn hans og aðra ástvini hafa fundið mikið fyrir eftirköstum málsins, sérstaklega eftir að Momoa birti Facebook-aðgang hans fyrir ríflega tólf milljónum þeirra notenda sem fylgja honum á Instagram. „Maður bara veit varla hvað maður á að þora að segja, maður er bara svo reiður og sár. Þetta eru bara mistök að gera þetta og allt það, bara ömurlegt. Þetta snýst ekkert lengur að skera sporð af einhverjum hákarli,“ segir Gunnar og bætir við að málið sé farið að snúast um að leggja skipverjana og fjölskyldur þeirra í einelti. „Þetta er bara komið út í einhvern viðbjóð. Allt annar handleggur. Ég hef bara ekki séð svona, þetta er ótrúlegt. Ég vil ekki sjá hvað svona fólk gerir við hákarl ef það er svona grimmt.“Telur Jason Momoa vera að upphefja sjálfan sig Hinn skipverjinn sem sést á myndbandinu, Halldór Gústafsson, tekur í sama streng og Gunnar hvað varðar ástæður Jasons Momoa fyrir því að birta nöfn skipverjanna tveggja og myndir af þeim á Instagram.Hér er þess óskað að einhver höggvi fæturna af Halldóri og honum sagt að hann geti hvergi falist eftir að Momoa gerði nafn hans opinbert á Instagram.Skjáskot„Mér finnst hann eiginlega bara vera að upphefja sjálfan sig og hugsar ekki út í afleiðingarnar í raun og veru,“ segir Halldór sem segist einnig hafa fengið mikinn fjölda hótana og níðskilaboða í gegn um samfélagsmiðla. „Ég get tekið þessu. Þetta hefur ekkert á mig, en þegar fólk er farið að senda foreldrum, ættingjum og vinum, þá er þetta hætt að vera fyndið. Talið þið bara frekar við mig.“ Rétt þykir að taka fram að þau skilaboð sem birtust í þessari frétt eru aðeins lítið brot þeirra skilaboða sem þeir Gunnar og Halldór hafa fengið vegna málsins. Þá er einnig rétt að fram komi að allra grófustu skilaboðin þóttu ekki birtingarhæf, innihalds þeirra vegna. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Jason Momoa lætur skipverjana á Bíldsey heyra það Leikarinn Jason Momoa er harðorður í garð skipverjanna á bátnum Bíldsey SH-65. 2. júní 2019 22:15 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Rís upp til varnar skipverjum á Bíldsey Ólafur Arnberg sjómaður til áratuga segir til skammar að sjómennirnir hafi verið reknir. 31. maí 2019 15:30 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Gunnar Þór Óðinsson, annar skipverjanna á bátnum Bíldsey SH-65 sem sjást skera sporðinn af hákarli og sleppa honum aftur út í sjóinn, segir lífláts- og ofbeldishótanir sem honum og fjölskyldu hans hefur borist hlaupa á þúsundum. Þá hefur Halldór Gústafsson, hinn skipverjinn, einnig fengið fjöldann allan af níðpóstum. Mál skipverjanna hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. Raunar svo mikla að Aquaman-leikarinn Jason Momoa birti í gær færslu á Instagram þar sem nöfn skipverjanna koma fram auk mynda af þeim og fjölskyldumeðlimum. Í kjölfar fór þeim Gunnari og öðrum skipverja, Halldóri Gústafssyni, að berast mikill fjöldi skilaboða frá fólki víðs vegar að, þar sem þeim og fjölskyldum þeirra er hótað öllu illu. View this post on InstagramAnd there you are......it sucks to see that you are probably good men friends providers fathers but you fucking did this. Your life will forever change I have never in my life seen something so cruel. Your laugh makes me furious never have I wanted to hurt a human as much as I did when I heard your laugh and what u said. This will change you and hopefully you will save and protect I pray you find redemption. we all make mistakes but what u did was evil PURE EVIL. You will get what that shark got. FUCK YOU j A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Jun 2, 2019 at 2:23pm PDTRétt þykir að vara viðkvæma lesendur við því sem kemur fram hér að neðan. Um ofbeldis-, nauðgunar- og líflátshótanir er að ræða.„Ég vona að einhver skeri fæturna af börnunum þínum og skilji þau eftir til þess að blæða út, litla tík,“ segir í byrjun þessara skilaboða.SkjáskotÍ samtali við Vísi segist Gunnar hafa fengið gríðarlegan fjölda skilaboða og tölvupósta, sem snúist oft um það að beita hann, og í sumum tilfellum börn hans, ofbeldi af einhverju tagi. „Alveg endalaust af þeim sko. Er allt í lagi að limlesta börnin mín og drekkja þeim af því að ég er svo ógeðslegur,“ spyr Gunnar sem telur að Momoa hafi ákveðið að vekja athygli á málinu til þess að beina athygli að eigin ágæti.Sjá einnig: Jason Momoa lætur skipverjana á Bíldsey heyra það „Hver er tilgangur hans, þarna Aquaman [Momoa], sem hefur 12 milljón fylgjendur á eftir sér að biðja þá að finna okkur, og hvað svo? Ætlar hann að koma í heimsókn? Eða hvað, ég veit ekki hvað, það eru einhver hundruð þúsunda morðhótana að koma til manns og þetta snýst ekki lengur um einhvern hákarl, þetta snýst bara um að limlesta börnin mín og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Gunnar sem segist tilbúinn að bjóða Momoa í „kaffi og meðí,“ eins og Gunnar orðar það sjálfur, til þess að ræða málin. Önnur skilaboð sem Gunnari bárust þar sem ýjað er að því að sendandinn hyggist hafa uppi á Gunnari og fjölskyldu hans.SkjáskotSá fljótt að þetta væri búið Gunnar segir að fljótlega eftir að hann sá færslu leikarans hafi runnið upp fyrir honum að viðbrögðin, sem létu sannarlega ekki á sér standa, yrðu mikil. „Ég sá að þetta var bara búið það gerðist mjög fljótlega. Það hefur ekki stoppað hjá manni síminn og bara hjá fjölskyldunni,“ segir Gunnar og bætir við að skilaboðin sem hann hefur verið að fá séu flest á tölvupósti, Instagram og Facebook. Aðspurður hvort hann geri sér nokkra grein fyrir umfangi skilaboðanna segir Gunnar fjölda þeirra hlaupa á þúsundum. „Þetta eru þúsundir, það er ekkert flóknara en það. Ég er búinn að taka einhver skjáskot af þessu eftir að ég ákvað að hafa samband við ykkur [fréttastofuna]. Þetta er varla birtingarhæft. Ég skil bara ekki hvernig er í lagi að skera niður börn og henda í sjóinn, ég bara fatta það ekki.“Hér óskar sendandi þess að börnum Gunnars verði nauðgað og þau drepin, auk þess sem Gunnar er kallaður ýmsum ljótum nöfnum.SkjáskotSjálfur segist Gunnar ekki ætla að tjá sig sérstaklega um myndbandið þar sem hann sést skera sporðinn af hákarli og sleppa aftur í sjóinn öðruvísi en að viðurkenna að það sem þar átti sér stað sé óréttlætanlegt.Hefur áhrif á fjölskylduna Gunnar segir börn hans og aðra ástvini hafa fundið mikið fyrir eftirköstum málsins, sérstaklega eftir að Momoa birti Facebook-aðgang hans fyrir ríflega tólf milljónum þeirra notenda sem fylgja honum á Instagram. „Maður bara veit varla hvað maður á að þora að segja, maður er bara svo reiður og sár. Þetta eru bara mistök að gera þetta og allt það, bara ömurlegt. Þetta snýst ekkert lengur að skera sporð af einhverjum hákarli,“ segir Gunnar og bætir við að málið sé farið að snúast um að leggja skipverjana og fjölskyldur þeirra í einelti. „Þetta er bara komið út í einhvern viðbjóð. Allt annar handleggur. Ég hef bara ekki séð svona, þetta er ótrúlegt. Ég vil ekki sjá hvað svona fólk gerir við hákarl ef það er svona grimmt.“Telur Jason Momoa vera að upphefja sjálfan sig Hinn skipverjinn sem sést á myndbandinu, Halldór Gústafsson, tekur í sama streng og Gunnar hvað varðar ástæður Jasons Momoa fyrir því að birta nöfn skipverjanna tveggja og myndir af þeim á Instagram.Hér er þess óskað að einhver höggvi fæturna af Halldóri og honum sagt að hann geti hvergi falist eftir að Momoa gerði nafn hans opinbert á Instagram.Skjáskot„Mér finnst hann eiginlega bara vera að upphefja sjálfan sig og hugsar ekki út í afleiðingarnar í raun og veru,“ segir Halldór sem segist einnig hafa fengið mikinn fjölda hótana og níðskilaboða í gegn um samfélagsmiðla. „Ég get tekið þessu. Þetta hefur ekkert á mig, en þegar fólk er farið að senda foreldrum, ættingjum og vinum, þá er þetta hætt að vera fyndið. Talið þið bara frekar við mig.“ Rétt þykir að taka fram að þau skilaboð sem birtust í þessari frétt eru aðeins lítið brot þeirra skilaboða sem þeir Gunnar og Halldór hafa fengið vegna málsins. Þá er einnig rétt að fram komi að allra grófustu skilaboðin þóttu ekki birtingarhæf, innihalds þeirra vegna.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Jason Momoa lætur skipverjana á Bíldsey heyra það Leikarinn Jason Momoa er harðorður í garð skipverjanna á bátnum Bíldsey SH-65. 2. júní 2019 22:15 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Rís upp til varnar skipverjum á Bíldsey Ólafur Arnberg sjómaður til áratuga segir til skammar að sjómennirnir hafi verið reknir. 31. maí 2019 15:30 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36
Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58
Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47
Jason Momoa lætur skipverjana á Bíldsey heyra það Leikarinn Jason Momoa er harðorður í garð skipverjanna á bátnum Bíldsey SH-65. 2. júní 2019 22:15
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Rís upp til varnar skipverjum á Bíldsey Ólafur Arnberg sjómaður til áratuga segir til skammar að sjómennirnir hafi verið reknir. 31. maí 2019 15:30
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09