Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2019 11:45 Davíð Stefánsson er nýr ritstjóri Fréttablaðsins. Hann sér ekki fyrir sér ágengari miðil en þann sem lesendur þekkja. fbl/anton brink Davíð Stefánsson er nýr ritstjóri Fréttablaðsins. Ráðningin kom nokkuð á óvart því Davíð er nánast nýgræðingur á sviði blaðamennsku. En, það hefur reyndar ekki verið svo í gegnum tíðina að reynsluleysi á sviði blaða- og fréttamennsku hafi staðið í þeim þeirra sem eiga og/eða véla um með fjölmiðla þegar ráðið er í ritstjórastöðurnar. Davíð Oddsson hóf sinn feril í blaðamennsku sem ritstjóri Morgunblaðsins, ef undan er skilinn stuttur þingfréttaritaraferill hans á Morgunblaðinu á menntaskólaárum hans og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur aldrei skrifað frétt svo vitað sé. Svo dæmi séu nefnd. Á föstudaginn barst starfsfólki Fréttablaðsins tölvupóstur þar sem greint var frá því að búið væri að ráða nýjan ritstjóra. Fyrir lá að Kjartan Hreinn Njálsson, annar ritstjóra blaðsins, var að láta af störfum, hann sótti um starf sem aðstoðarmaður Landlæknis og fékk. En engu að síður kom þetta blaðamönnum og öðru starfsfólki á óvart? Davíð Stefánsson? Hver er nú það?Kristín Þorsteinsdóttir er eftir sem áður útgefandi Fréttablaðsins en hún var áður aðalritstjóri blaðsins.Fbl/PjeturÍ vikunni var svo greint nánar frá því að Davíð hafi verið ráðinn ritstjóri við hlið Ólafar Skaftadóttur. Kristín Þorsteinsdóttir er eftir sem áður útgefandi blaðsins en þær mæðgur hafa stýrt blaðinu undanfarin misseri ásamt Kjartani.Vettvangur til að láta gott af sér leiða Vísir ræddi við Davíð með það fyrir augum að reyna að glöggva sig á því hvers lesendur blaðsins megi vænta; munu einhverjar gagngerar breytingar á blaðinu fylgja honum? Fréttablaðið telst með stærri miðlum landsins, langstærsti prentmiðillinn sé litið til dreifingar. Ritstjórastaða þar hlýtur þannig að teljast mikilvæg staða á hinum íslenska fjölmiðlamarkaði. „Já, ég held að þetta sé eitthvað sem maður getur látið gott af sér leiða í. Fréttablaðið byggir á því fólki sem hér er, þessu samfélagi; hér er sterkur hópur. Í grunninn horfi ég þannig á þetta. Svo byggir þetta á því að menn haldi áfram að skrifa það sem er áhugavert og ábyggilegt. Að því leytinu til er þetta áhugaverð staða,“ segir Davíð og tekur fram að hann nálgist þetta starf af mikilli hógværð. Blautur á bak við eyrun í blaðamennskunni Davíð segir það rétt, hann sé ekki mjög þekktur í þessum gera. En, hvernig kom þetta til? „Það var haft samband við mig og ég spurður hvort ég gæti hugsað mér að fara inn í þennan fjölmiðil. Væntanlega eru menn að horfa til þess að breikka hópinn og ég held að það sé markmiðið á bak við þetta. Þetta átti sér ekki langan aðdraganda og eftir nokkra fundi ákvað ég að slá til.“Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins. Davíð segist ekkert hafa þekkt þau áður en til ráðiningarinnar kom.VÍSIR/VILHELMDavíð kemur úr heimi viðskiptanna hvar hann hefur starfað við viðskiptaþróun og almannatengsl. „Flest verkefni sem ég hef verið að vinna við síðasta áratug hafa verið erlendis, verið að vinna fyrir erlend félög. Og þau hafa flest verið tengd viðskiptum eða viðskiptaþróun. Og, það er rétt, ég hef ekki verið blaðamaður undanfarin ár. Ég hef reyndar verið með þætti á Hringbraut um alþjóðamál. Vikulega þætti sem heita Ísland og umheimurinn. Þannig að ég skil vel að menn spyrji: Hvað vill þessi maður uppá dekk?“Úr almannatengslum í blaðamennsku Nú liggur fyrir að í gegnum tíðina, undanfarna áratugi og fremur hefur það aukist en hitt að menn fara úr blaðamennsku og í almannatengslin. Þar gerast kaupin betri á eyrinni bæði hvað varðar álag og laun. En, þú syndir gegn þeim straumi, kemur úr almannatengslunum og í fjölmiðlana?„Já, er það ekki bara ágætt? En, þetta hefur verið svo með alla miðla; mikil barátta undanfarin ár og það verður viðvarandi verkefni rekstrarlega séð. En það hefur gengið betur á Fréttablaðinu en mörgum öðrum miðlum. Og það byggir á þessu sambandi sem þetta blað hefur við stóran lesendahóp. Verkefni mitt og allra þessara starfsmanna er að reyna að styrkja það samband. Þar liggur rekstrargrunnurinn.“ Þekkti Ingibjörgu og Jón ekki áður Davíð segist aðspurður ekki hafa þekkt eigendur blaðsins. „Nei. Ingibjörgu Pálmadóttur og Jón Ásgeir Jóhannesson þekki ég ekki. Ég hitti þau á dögunum en þekkti ekki fyrir þann tíma. Ég hef aldrei unnið með þeim og þekkti þau ekki.“ Nú hefur það verið þróun á heimsvísu að prentið er að gefa verulega eftir. Fjöldauppsagnir hafa verið meðal blaðamanna sem störfuðu á gamalgrónum miðlum í Bandaríkjunum og Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Þar hefur verið verulegur samdráttur. Hvernig horfir sú staða við nýjum ritstjóra?Davíð segir að þó Fréttablaðið sé öflugur miðill þurfi allar hendur á dekk og hann mun ganga í verkin, skrifa leiðara og gera það sem ritstjórar gera.fbl/Anton Brink„Ég ætla ekki að vera með stórar yfirlýsingar núna. Vil koma mér inn í þetta starf, meta þetta, hlusta og tala við fólk. En, mér er þessi barátta ljós eins og öllum öðrum og þá þarf bara að laga þennan miðil að þeim þörfum sem fyrir eru. Ég mun taka minn tíma að setja mitt mark á þennan fjölmiðil. En ég á von á því að það fari að skila sér undir sumarlok, að þá fari menn að sjá einhverjar breytingar.“Sér ekki fyrir sér ágengara Fréttablað Þó margir hafi hreinlega verið í afneitun, bæði utan fjölmiðla sem innan, þá hefur netið gerbreytt stöðu hefðbundinna fjölmiðla. Öll lykilhugtök eru í lausu lofti með netinu og skiptir þar ef til vill mestu að hliðvarsla fjölmiðla er horfin að því leyti til að það er ekki þeirra lengur að ákvarða hvað heyrir til opinberrar birtingar. Þetta þýðir að það er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvað þeir birta opinberlega.Tveir gamalreyndir blaðamenn á Fréttablaðinu, Benedikt Bóas Hinriksson og Gunnþóra Gunnarsdóttir koma sér fyrir í nýju húsnæði blaðsins á Hafnartorgi.fbl/Ernir„Ég hef mikinn áhuga á utanríkismálum, umhverfismálum, alþjóðamálum og er mikill lýðræðissinni. Ég vil sem litríkast samfélag. Og ég er utan af landi. Að samfélagið sé allt eitt samfélag skiptir mig persónulega máli.“Sjálfstæðismaður en mun leggja áherslu á óhlutdrægni Gróflega má skipta fjölmiðlum á Íslandi í tvö horn að teknu tilliti til þeirrar blaðamennsku sem þar er rekin. Þannig eru hér miðlar sem telja ganga upp að reka miðla sem hafa tiltekna stefnu; berjast í nafni blaðamennskunnar fyrir tilteknum hugmyndum og jafnvel sérhagsmunum. Svo eru aðrir sem hallast að hlutleysi í sinni nálgun.Hvar má staðsetja þig í því? Er þetta eitthvað sem þú hefur lagt niður fyrir þig?„Já. Ég var í útvarpsráði ríkisútvarpsins í mörg mörg ár. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég var fyrir alllöngu mjög virkur í Sjálfstæðisflokknum; formaður sambands ungra sjálfstæðismanna, sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn. En síðan eru liðin mörg ár,“ segir Davíð með áherslu. Eins og ekki beri að meta hann sem flokkspólitískan agent. „Varðandi hlutleysi; ég dreg alltaf í efa um kröfuna um að menn eigi að vera hlutlausir. En, við eigum að gera kröfu um óhlutdrægni og það er annað mál.Kjartan Hreinn Njálsson hefur látið af störfum sem ritstjóri blaðsins.fbl/ernirEinhver gæti haldið að þetta kallaði á ágengari fjölmiðla, því varla getur það verið hlutverk þeirra að beinlínis reyna að halda upplýsingum sem þegar liggja fyrir frá lesendum? Í upphafi var frídreifingin skilgreind svo af stofnendum að þetta þýddi að blaðið væri boðflenna og gæti því aldrei verið eins og fulli frændinn í fermingarveislunni. Það yrði að haga sér, vera siðprútt, kurteist og borgaralegt. En, með þessari nýju stöðu fylgifiski netsins, sérðu fyrir þér að Fréttablaðið undir þinni stjórn gæti þannig orðið ágengari miðill?„Ég hef að sjálfsögðu velt þessari nýju stöðu fyrir mér. Ég held að það sé ástæða fyrir því að þetta er mest lesna blað landsins og ég held að það eigi ekki að fara í stórar byltingar. Það þarf að halda þessari stöðu og styrkja hana. Ég held að sú staða sé ekki tilviljun; hér hefur verið unnið mikið starf í að tengjast þjóðinni. Auðvitað þarf þessi miðill að laga sig að breytingum.Fréttablaðið hefur undanfarin ár starfað við Skaftahlíðina en er nú með höfuðstöðvar sínar á Hafnartorgi, í hjarta borgarinnar. Myndin er tekin fljótlega eftir flutningana.fbl/ernirEn, ég hef nú ekki séð fyrir mér hugtakið ágengni í því samhengi. Ég þarf að setja mig betur inn í þetta áður en ég svara þessu.“Ætlar að ganga í öll verk Davíð segir þetta sé ekki hans eins að ákveða. Hann starfi með hópi fólks og þar þurfi menn að vera samstiga. „Þessi umræða hefur ekki átt sér stað.Ég er að sjá fyrir mér ábyggilegri fjölmiðil en ekki ágengari. Menn bara vanda sig. En þetta tekur allt tíma, það mun taka mig tíma að setja mig inn í málin og ræða við fólk. En, ég vil segja hlutina eins og þeir eru.“ Davíð segist að sjálfsögðu muni koma að þeim verkum sem til falla á blaðinu. „Þó þetta sé öflugasta blaðið þurfa menn að ganga í öll verk. Ég sé það fyrir mér. Það gerir ritstjóri. Þetta er hefðbundið ritstjórastarf, þekkt og mótað,“ segir Davíð sem segist að sjálfsögðu ætla að skrifa leiðara. En, það eigi eftir að koma betur í ljós hvernig hann muni setja mark sitt á blaðið.Fyrsta vakt Fréttablaðsins í Hafnartorgi, Kalkofnsvegur 2. Daníel Freyr Birkisson, Lovísa Arnardóttir og Róbert Badí Baldursson.fbl/ernirEf menn vilja halda þessu blaði sem mikilvægum vettvangi fyrir skoðanaskipti þarf að hleypa hér sem flestum skoðunum að. Ég ætla að vonast til þess að menn séu ekki að draga tauma af sérhagsmunum og reyna að fá uppá á yfirborðið rétta hluti.“Mun ekki yrkja sem alnafni hans og frændi Davíð segi þetta búa að baki því að á ritstjórnina sé safnað saman hópi fólks með ólíkan bakgrunn. „Ég trúi því, ef menn fá sem ólíkust sjónarmið að borðinu, þá séum við að taka hlutina eitthvað áfram. Ef við beitum skynsemisreglum gagnrýninnar hugsunar, viðmiðunum um óhlutdrægni, þá erum við með góðan miðil.Davíð Stefánsson. Hinn frægi frændi og alnafni nýja ritstjórans sem ætlar sér ekki að leggja fyrir sig skáldskap eins og skáldið frá Fagraskógi.Sem sagt: Kalla fram allar skoðanir, með gagnrýna hugsun að leiðarljósi en ekki draga taum einverra sérhagsmuna.“ Frómar fyrirætlanir því víst er að gagnrýnin hugsun hefur átt undir högg að sækja á Íslandi. En, ekki verður skilið við Davíð í þessu stutta fréttaviðtali án þess að inna hann eftir þessu tilkomumikla nafni sem hann ber, alnafni þjóðskáldsins. „Já, hann er afabróðir minn. Ég ætla ekki að fara að yrkja eins og hann. Enda stæðist það ekki samanburðinn,“ segir Davíð sposkur. Hann er frá Akureyri, alinn þar upp en flutti til Reykjavíkur 21 árs að aldri og hefur verið búsettur í höfuðborginni síðan. „Ég hef verið mikið á flakki um heiminn, starfað fyrir erlend fyrirtæki, sérstaklega undanfarin ár og verið með annan fótinn í ýmsum álfum. Lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og tók svo stjórnun og stjórnsýslu við Harvard háskóla í Massachusetts.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi talsmaður Silicor Materials ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og fyrrverandi talsmaður Silicor Materials á Íslandi, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann tekur við sem annar tveggja ritstjóra blaðsins frá 1. júní. 31. maí 2019 14:19 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Davíð Stefánsson er nýr ritstjóri Fréttablaðsins. Ráðningin kom nokkuð á óvart því Davíð er nánast nýgræðingur á sviði blaðamennsku. En, það hefur reyndar ekki verið svo í gegnum tíðina að reynsluleysi á sviði blaða- og fréttamennsku hafi staðið í þeim þeirra sem eiga og/eða véla um með fjölmiðla þegar ráðið er í ritstjórastöðurnar. Davíð Oddsson hóf sinn feril í blaðamennsku sem ritstjóri Morgunblaðsins, ef undan er skilinn stuttur þingfréttaritaraferill hans á Morgunblaðinu á menntaskólaárum hans og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur aldrei skrifað frétt svo vitað sé. Svo dæmi séu nefnd. Á föstudaginn barst starfsfólki Fréttablaðsins tölvupóstur þar sem greint var frá því að búið væri að ráða nýjan ritstjóra. Fyrir lá að Kjartan Hreinn Njálsson, annar ritstjóra blaðsins, var að láta af störfum, hann sótti um starf sem aðstoðarmaður Landlæknis og fékk. En engu að síður kom þetta blaðamönnum og öðru starfsfólki á óvart? Davíð Stefánsson? Hver er nú það?Kristín Þorsteinsdóttir er eftir sem áður útgefandi Fréttablaðsins en hún var áður aðalritstjóri blaðsins.Fbl/PjeturÍ vikunni var svo greint nánar frá því að Davíð hafi verið ráðinn ritstjóri við hlið Ólafar Skaftadóttur. Kristín Þorsteinsdóttir er eftir sem áður útgefandi blaðsins en þær mæðgur hafa stýrt blaðinu undanfarin misseri ásamt Kjartani.Vettvangur til að láta gott af sér leiða Vísir ræddi við Davíð með það fyrir augum að reyna að glöggva sig á því hvers lesendur blaðsins megi vænta; munu einhverjar gagngerar breytingar á blaðinu fylgja honum? Fréttablaðið telst með stærri miðlum landsins, langstærsti prentmiðillinn sé litið til dreifingar. Ritstjórastaða þar hlýtur þannig að teljast mikilvæg staða á hinum íslenska fjölmiðlamarkaði. „Já, ég held að þetta sé eitthvað sem maður getur látið gott af sér leiða í. Fréttablaðið byggir á því fólki sem hér er, þessu samfélagi; hér er sterkur hópur. Í grunninn horfi ég þannig á þetta. Svo byggir þetta á því að menn haldi áfram að skrifa það sem er áhugavert og ábyggilegt. Að því leytinu til er þetta áhugaverð staða,“ segir Davíð og tekur fram að hann nálgist þetta starf af mikilli hógværð. Blautur á bak við eyrun í blaðamennskunni Davíð segir það rétt, hann sé ekki mjög þekktur í þessum gera. En, hvernig kom þetta til? „Það var haft samband við mig og ég spurður hvort ég gæti hugsað mér að fara inn í þennan fjölmiðil. Væntanlega eru menn að horfa til þess að breikka hópinn og ég held að það sé markmiðið á bak við þetta. Þetta átti sér ekki langan aðdraganda og eftir nokkra fundi ákvað ég að slá til.“Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins. Davíð segist ekkert hafa þekkt þau áður en til ráðiningarinnar kom.VÍSIR/VILHELMDavíð kemur úr heimi viðskiptanna hvar hann hefur starfað við viðskiptaþróun og almannatengsl. „Flest verkefni sem ég hef verið að vinna við síðasta áratug hafa verið erlendis, verið að vinna fyrir erlend félög. Og þau hafa flest verið tengd viðskiptum eða viðskiptaþróun. Og, það er rétt, ég hef ekki verið blaðamaður undanfarin ár. Ég hef reyndar verið með þætti á Hringbraut um alþjóðamál. Vikulega þætti sem heita Ísland og umheimurinn. Þannig að ég skil vel að menn spyrji: Hvað vill þessi maður uppá dekk?“Úr almannatengslum í blaðamennsku Nú liggur fyrir að í gegnum tíðina, undanfarna áratugi og fremur hefur það aukist en hitt að menn fara úr blaðamennsku og í almannatengslin. Þar gerast kaupin betri á eyrinni bæði hvað varðar álag og laun. En, þú syndir gegn þeim straumi, kemur úr almannatengslunum og í fjölmiðlana?„Já, er það ekki bara ágætt? En, þetta hefur verið svo með alla miðla; mikil barátta undanfarin ár og það verður viðvarandi verkefni rekstrarlega séð. En það hefur gengið betur á Fréttablaðinu en mörgum öðrum miðlum. Og það byggir á þessu sambandi sem þetta blað hefur við stóran lesendahóp. Verkefni mitt og allra þessara starfsmanna er að reyna að styrkja það samband. Þar liggur rekstrargrunnurinn.“ Þekkti Ingibjörgu og Jón ekki áður Davíð segist aðspurður ekki hafa þekkt eigendur blaðsins. „Nei. Ingibjörgu Pálmadóttur og Jón Ásgeir Jóhannesson þekki ég ekki. Ég hitti þau á dögunum en þekkti ekki fyrir þann tíma. Ég hef aldrei unnið með þeim og þekkti þau ekki.“ Nú hefur það verið þróun á heimsvísu að prentið er að gefa verulega eftir. Fjöldauppsagnir hafa verið meðal blaðamanna sem störfuðu á gamalgrónum miðlum í Bandaríkjunum og Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Þar hefur verið verulegur samdráttur. Hvernig horfir sú staða við nýjum ritstjóra?Davíð segir að þó Fréttablaðið sé öflugur miðill þurfi allar hendur á dekk og hann mun ganga í verkin, skrifa leiðara og gera það sem ritstjórar gera.fbl/Anton Brink„Ég ætla ekki að vera með stórar yfirlýsingar núna. Vil koma mér inn í þetta starf, meta þetta, hlusta og tala við fólk. En, mér er þessi barátta ljós eins og öllum öðrum og þá þarf bara að laga þennan miðil að þeim þörfum sem fyrir eru. Ég mun taka minn tíma að setja mitt mark á þennan fjölmiðil. En ég á von á því að það fari að skila sér undir sumarlok, að þá fari menn að sjá einhverjar breytingar.“Sér ekki fyrir sér ágengara Fréttablað Þó margir hafi hreinlega verið í afneitun, bæði utan fjölmiðla sem innan, þá hefur netið gerbreytt stöðu hefðbundinna fjölmiðla. Öll lykilhugtök eru í lausu lofti með netinu og skiptir þar ef til vill mestu að hliðvarsla fjölmiðla er horfin að því leyti til að það er ekki þeirra lengur að ákvarða hvað heyrir til opinberrar birtingar. Þetta þýðir að það er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvað þeir birta opinberlega.Tveir gamalreyndir blaðamenn á Fréttablaðinu, Benedikt Bóas Hinriksson og Gunnþóra Gunnarsdóttir koma sér fyrir í nýju húsnæði blaðsins á Hafnartorgi.fbl/Ernir„Ég hef mikinn áhuga á utanríkismálum, umhverfismálum, alþjóðamálum og er mikill lýðræðissinni. Ég vil sem litríkast samfélag. Og ég er utan af landi. Að samfélagið sé allt eitt samfélag skiptir mig persónulega máli.“Sjálfstæðismaður en mun leggja áherslu á óhlutdrægni Gróflega má skipta fjölmiðlum á Íslandi í tvö horn að teknu tilliti til þeirrar blaðamennsku sem þar er rekin. Þannig eru hér miðlar sem telja ganga upp að reka miðla sem hafa tiltekna stefnu; berjast í nafni blaðamennskunnar fyrir tilteknum hugmyndum og jafnvel sérhagsmunum. Svo eru aðrir sem hallast að hlutleysi í sinni nálgun.Hvar má staðsetja þig í því? Er þetta eitthvað sem þú hefur lagt niður fyrir þig?„Já. Ég var í útvarpsráði ríkisútvarpsins í mörg mörg ár. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég var fyrir alllöngu mjög virkur í Sjálfstæðisflokknum; formaður sambands ungra sjálfstæðismanna, sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn. En síðan eru liðin mörg ár,“ segir Davíð með áherslu. Eins og ekki beri að meta hann sem flokkspólitískan agent. „Varðandi hlutleysi; ég dreg alltaf í efa um kröfuna um að menn eigi að vera hlutlausir. En, við eigum að gera kröfu um óhlutdrægni og það er annað mál.Kjartan Hreinn Njálsson hefur látið af störfum sem ritstjóri blaðsins.fbl/ernirEinhver gæti haldið að þetta kallaði á ágengari fjölmiðla, því varla getur það verið hlutverk þeirra að beinlínis reyna að halda upplýsingum sem þegar liggja fyrir frá lesendum? Í upphafi var frídreifingin skilgreind svo af stofnendum að þetta þýddi að blaðið væri boðflenna og gæti því aldrei verið eins og fulli frændinn í fermingarveislunni. Það yrði að haga sér, vera siðprútt, kurteist og borgaralegt. En, með þessari nýju stöðu fylgifiski netsins, sérðu fyrir þér að Fréttablaðið undir þinni stjórn gæti þannig orðið ágengari miðill?„Ég hef að sjálfsögðu velt þessari nýju stöðu fyrir mér. Ég held að það sé ástæða fyrir því að þetta er mest lesna blað landsins og ég held að það eigi ekki að fara í stórar byltingar. Það þarf að halda þessari stöðu og styrkja hana. Ég held að sú staða sé ekki tilviljun; hér hefur verið unnið mikið starf í að tengjast þjóðinni. Auðvitað þarf þessi miðill að laga sig að breytingum.Fréttablaðið hefur undanfarin ár starfað við Skaftahlíðina en er nú með höfuðstöðvar sínar á Hafnartorgi, í hjarta borgarinnar. Myndin er tekin fljótlega eftir flutningana.fbl/ernirEn, ég hef nú ekki séð fyrir mér hugtakið ágengni í því samhengi. Ég þarf að setja mig betur inn í þetta áður en ég svara þessu.“Ætlar að ganga í öll verk Davíð segir þetta sé ekki hans eins að ákveða. Hann starfi með hópi fólks og þar þurfi menn að vera samstiga. „Þessi umræða hefur ekki átt sér stað.Ég er að sjá fyrir mér ábyggilegri fjölmiðil en ekki ágengari. Menn bara vanda sig. En þetta tekur allt tíma, það mun taka mig tíma að setja mig inn í málin og ræða við fólk. En, ég vil segja hlutina eins og þeir eru.“ Davíð segist að sjálfsögðu muni koma að þeim verkum sem til falla á blaðinu. „Þó þetta sé öflugasta blaðið þurfa menn að ganga í öll verk. Ég sé það fyrir mér. Það gerir ritstjóri. Þetta er hefðbundið ritstjórastarf, þekkt og mótað,“ segir Davíð sem segist að sjálfsögðu ætla að skrifa leiðara. En, það eigi eftir að koma betur í ljós hvernig hann muni setja mark sitt á blaðið.Fyrsta vakt Fréttablaðsins í Hafnartorgi, Kalkofnsvegur 2. Daníel Freyr Birkisson, Lovísa Arnardóttir og Róbert Badí Baldursson.fbl/ernirEf menn vilja halda þessu blaði sem mikilvægum vettvangi fyrir skoðanaskipti þarf að hleypa hér sem flestum skoðunum að. Ég ætla að vonast til þess að menn séu ekki að draga tauma af sérhagsmunum og reyna að fá uppá á yfirborðið rétta hluti.“Mun ekki yrkja sem alnafni hans og frændi Davíð segi þetta búa að baki því að á ritstjórnina sé safnað saman hópi fólks með ólíkan bakgrunn. „Ég trúi því, ef menn fá sem ólíkust sjónarmið að borðinu, þá séum við að taka hlutina eitthvað áfram. Ef við beitum skynsemisreglum gagnrýninnar hugsunar, viðmiðunum um óhlutdrægni, þá erum við með góðan miðil.Davíð Stefánsson. Hinn frægi frændi og alnafni nýja ritstjórans sem ætlar sér ekki að leggja fyrir sig skáldskap eins og skáldið frá Fagraskógi.Sem sagt: Kalla fram allar skoðanir, með gagnrýna hugsun að leiðarljósi en ekki draga taum einverra sérhagsmuna.“ Frómar fyrirætlanir því víst er að gagnrýnin hugsun hefur átt undir högg að sækja á Íslandi. En, ekki verður skilið við Davíð í þessu stutta fréttaviðtali án þess að inna hann eftir þessu tilkomumikla nafni sem hann ber, alnafni þjóðskáldsins. „Já, hann er afabróðir minn. Ég ætla ekki að fara að yrkja eins og hann. Enda stæðist það ekki samanburðinn,“ segir Davíð sposkur. Hann er frá Akureyri, alinn þar upp en flutti til Reykjavíkur 21 árs að aldri og hefur verið búsettur í höfuðborginni síðan. „Ég hef verið mikið á flakki um heiminn, starfað fyrir erlend fyrirtæki, sérstaklega undanfarin ár og verið með annan fótinn í ýmsum álfum. Lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og tók svo stjórnun og stjórnsýslu við Harvard háskóla í Massachusetts.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi talsmaður Silicor Materials ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og fyrrverandi talsmaður Silicor Materials á Íslandi, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann tekur við sem annar tveggja ritstjóra blaðsins frá 1. júní. 31. maí 2019 14:19 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Fyrrverandi talsmaður Silicor Materials ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og fyrrverandi talsmaður Silicor Materials á Íslandi, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann tekur við sem annar tveggja ritstjóra blaðsins frá 1. júní. 31. maí 2019 14:19