Vardar vann Veszprém með þremur mörkum í úrslitaleiknum, 27-24, eftir magnaða endurkomu í undanúrslitaleiknum þar sem þeir unnu Barcelona 29-27 eftir að hafa verið 16-9 undir í hálfleik.
Close on 150,000 fans (!) payed tribute to and celebrated the players of @HCVardar in Skopje last night!#handball#ehfcl#ehffinal4pic.twitter.com/LiG9jA8cfm
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 4, 2019
Norður-Makedónarnir settu lit sinn á úrslitahelgina í Köln um helgina þar sem þeir studdu duglega við bakið á sínu liði sem endaði á því að koma heim með þann stóra.
Þeim var fagnað gífurlega við heimkomuna í gær en talið er að um 150 þúsund manns hafi mætt og hyllt Evrópumeistarana. Magnað myndband má sjá hér neðar í fréttinni.
Fleiri mögnuð myndbönd frá veislunni í Skopje í gær má sjá með því að smella hér.