Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 14:46 Góð stemmning í Gdynia í morgun. Vegagerðin Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar fékk fyrir hönd Vegagerðarinnar afhenta nýju Vestmannaeyjaferjuna Herjólf í Gdynia í Póllandi í dag. Þau Ireneusz Ćwirko, eigandi og stjórnarformaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu í dag undir tilheyrandi pappíra þess efnis. Á sama tíma var gengið frá lokagreiðslu og uppgjöri. Herjólfur ohf. sem sér um rekstur siglinga milli lands og Eyja tekur ferjuna á þurrleigu og mun fljótlega sigla skipinu heim. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. tók síðan við Herjólfi til leigu eftir að Vegagerðin hafi fengið skipið afhent, en Vegagerðin er eigandi ferjunnar. Áhöfn til að sigla Herjólfi heim er komin út til Póllands en nokkra daga mun taka að gera skipið klárt til heimsiglingar. Reiknað er með að Herjólfur komi til Vestmannaeyja þann 15. júní en muni hefja siglingar milli lands og Eyja u.þ.b. hálfum mánuði síðar þegar áhöfnin í heild hefur reynt skipið og það gert klárt fyrir almennar siglingar með farþega. Afhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega. Nýr Herjólfur ristir nokkuð grynnra en gamli Herjólfur og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Það mun auðvelda og flýta fyrir dýpkun og ætti að fækka þeim dögum sem ekki er unnt að sigla í Landeyjahöfn. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Íslenski fáninn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar fékk fyrir hönd Vegagerðarinnar afhenta nýju Vestmannaeyjaferjuna Herjólf í Gdynia í Póllandi í dag. Þau Ireneusz Ćwirko, eigandi og stjórnarformaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu í dag undir tilheyrandi pappíra þess efnis. Á sama tíma var gengið frá lokagreiðslu og uppgjöri. Herjólfur ohf. sem sér um rekstur siglinga milli lands og Eyja tekur ferjuna á þurrleigu og mun fljótlega sigla skipinu heim. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. tók síðan við Herjólfi til leigu eftir að Vegagerðin hafi fengið skipið afhent, en Vegagerðin er eigandi ferjunnar. Áhöfn til að sigla Herjólfi heim er komin út til Póllands en nokkra daga mun taka að gera skipið klárt til heimsiglingar. Reiknað er með að Herjólfur komi til Vestmannaeyja þann 15. júní en muni hefja siglingar milli lands og Eyja u.þ.b. hálfum mánuði síðar þegar áhöfnin í heild hefur reynt skipið og það gert klárt fyrir almennar siglingar með farþega. Afhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega. Nýr Herjólfur ristir nokkuð grynnra en gamli Herjólfur og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Það mun auðvelda og flýta fyrir dýpkun og ætti að fækka þeim dögum sem ekki er unnt að sigla í Landeyjahöfn. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Íslenski fáninn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent