4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. júní 2019 21:00 Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. Fjöldamorðin sem þarna voru framin voru til marks um rökþrot ráðamanna í alræðisríki andspænis lýðræðishreyfingu nýrrar kynslóðar um þjóðfélagsumbætur, lýðréttindi og aukið persónulegt frelsi. Viðbrögð ráðamanna voru í engu samræmi við tilefnið. Á hinn bóginn eru ofsafengin viðbrögð innbyggð í alræðisskipulagið þar sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda á sama hátt og í löndum þar sem stjórnmálamenn öðlast umboð almennings í frjálsum kosningum.Æ síðan hefur þessi dagsetning, 4. júní, verið bannorð. Hún er ekki nefnd í skólabókum og ófinnanleg á Netinu. Stjórnvöld hafa lagt sig fram um að þegja hana í hel og bannað alla umfjöllun að viðlögðum refsingum. Það hefur þeim tekist svo vel að heilu kynslóðirnar í landinu hafa vaxið úr grasi án þess að hafa grænan grun það sem þarna gerðist. Svo eru öll hin sem meta þau hyggindi sem í hag koma og leiða ótíðindin hjá sér. En auðvitað er fólki vorkunn, sérstaklega á allra seinustu árum eftir að stafrænt einræði – digital dictatorship – náði flugi í landinu með áður óþekktu stigi eftirlits og þar með ágengu taumhaldi á íbúunum. Fyrst eftir fjöldamorðin voru kínversk stjórnvöld í skammarkrók almenningsálitsins í heiminum og ráðamenn sem sóttu Beijing heim voru ódeigir að lesa þeim pistilinn í mannréttindamálum. Þetta er náttúrlega löngu liðin tíð og kínversk stjórnvöld sloppin úr sínum skammarkrók. Ýmsir vilja meina að þau hafi framleitt sig út úr honum. Eða hver vill setja sig upp á móti þeim sem mest efnahagslegt bolmagn hafa, með þeim afleiðingum sem það gæti haft? Á seinni árum þykir mér farið að bera á því sjónarmiði að minningin um þessi fjöldamorð megi fara að sökkva í djúp gleymskunnar; langt sé um liðið og tími til kominn að kasta þessum syndum á bak við sig eins og segir í gamla hjálpræðisherssálminum. Á árunum þrjátíu sem liðin eru hafi Kína hvort sem er tekið hamskiptum með ótrúlegum efnahagsframförum og bættum lífskjörum og sé orðið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Víst er mikið til í þessu síðastnefnda en hitt er jafnsatt að sama valdaapparat stjórnar landinu nú og þá og ber því áfram fulla ábyrgð á því sem gerðist. Meðan kínversk stjórnvöld sýna hvorki vott af iðrun né neinn lit á að gera þetta mál upp skal ég fyrir mitt leyti vera eins og rispuð plata uppá það að halda minningunni vakandi, hér eftir sem hingað til. Minna má það ekki vera til að heiðra það unga fólk sem herinn drap á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum og hafði drýgt þann eina glæp að kalla eftir umbótum í lýðræðisátt. Það verður heldur ekki nógsamlega minnt á að ef alræðisyfirvöld, hver sem þau eru, komast upp með óhæfuverk án afleiðinga er alltaf aukin hætta á að sagan endurtaki sig.Höfundur er þýðandi. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Tengdar fréttir Óuppgert voðaverk Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 4. júní 2014 07:00 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. Fjöldamorðin sem þarna voru framin voru til marks um rökþrot ráðamanna í alræðisríki andspænis lýðræðishreyfingu nýrrar kynslóðar um þjóðfélagsumbætur, lýðréttindi og aukið persónulegt frelsi. Viðbrögð ráðamanna voru í engu samræmi við tilefnið. Á hinn bóginn eru ofsafengin viðbrögð innbyggð í alræðisskipulagið þar sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda á sama hátt og í löndum þar sem stjórnmálamenn öðlast umboð almennings í frjálsum kosningum.Æ síðan hefur þessi dagsetning, 4. júní, verið bannorð. Hún er ekki nefnd í skólabókum og ófinnanleg á Netinu. Stjórnvöld hafa lagt sig fram um að þegja hana í hel og bannað alla umfjöllun að viðlögðum refsingum. Það hefur þeim tekist svo vel að heilu kynslóðirnar í landinu hafa vaxið úr grasi án þess að hafa grænan grun það sem þarna gerðist. Svo eru öll hin sem meta þau hyggindi sem í hag koma og leiða ótíðindin hjá sér. En auðvitað er fólki vorkunn, sérstaklega á allra seinustu árum eftir að stafrænt einræði – digital dictatorship – náði flugi í landinu með áður óþekktu stigi eftirlits og þar með ágengu taumhaldi á íbúunum. Fyrst eftir fjöldamorðin voru kínversk stjórnvöld í skammarkrók almenningsálitsins í heiminum og ráðamenn sem sóttu Beijing heim voru ódeigir að lesa þeim pistilinn í mannréttindamálum. Þetta er náttúrlega löngu liðin tíð og kínversk stjórnvöld sloppin úr sínum skammarkrók. Ýmsir vilja meina að þau hafi framleitt sig út úr honum. Eða hver vill setja sig upp á móti þeim sem mest efnahagslegt bolmagn hafa, með þeim afleiðingum sem það gæti haft? Á seinni árum þykir mér farið að bera á því sjónarmiði að minningin um þessi fjöldamorð megi fara að sökkva í djúp gleymskunnar; langt sé um liðið og tími til kominn að kasta þessum syndum á bak við sig eins og segir í gamla hjálpræðisherssálminum. Á árunum þrjátíu sem liðin eru hafi Kína hvort sem er tekið hamskiptum með ótrúlegum efnahagsframförum og bættum lífskjörum og sé orðið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Víst er mikið til í þessu síðastnefnda en hitt er jafnsatt að sama valdaapparat stjórnar landinu nú og þá og ber því áfram fulla ábyrgð á því sem gerðist. Meðan kínversk stjórnvöld sýna hvorki vott af iðrun né neinn lit á að gera þetta mál upp skal ég fyrir mitt leyti vera eins og rispuð plata uppá það að halda minningunni vakandi, hér eftir sem hingað til. Minna má það ekki vera til að heiðra það unga fólk sem herinn drap á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum og hafði drýgt þann eina glæp að kalla eftir umbótum í lýðræðisátt. Það verður heldur ekki nógsamlega minnt á að ef alræðisyfirvöld, hver sem þau eru, komast upp með óhæfuverk án afleiðinga er alltaf aukin hætta á að sagan endurtaki sig.Höfundur er þýðandi. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Óuppgert voðaverk Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 4. júní 2014 07:00
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar