4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. júní 2019 21:00 Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. Fjöldamorðin sem þarna voru framin voru til marks um rökþrot ráðamanna í alræðisríki andspænis lýðræðishreyfingu nýrrar kynslóðar um þjóðfélagsumbætur, lýðréttindi og aukið persónulegt frelsi. Viðbrögð ráðamanna voru í engu samræmi við tilefnið. Á hinn bóginn eru ofsafengin viðbrögð innbyggð í alræðisskipulagið þar sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda á sama hátt og í löndum þar sem stjórnmálamenn öðlast umboð almennings í frjálsum kosningum.Æ síðan hefur þessi dagsetning, 4. júní, verið bannorð. Hún er ekki nefnd í skólabókum og ófinnanleg á Netinu. Stjórnvöld hafa lagt sig fram um að þegja hana í hel og bannað alla umfjöllun að viðlögðum refsingum. Það hefur þeim tekist svo vel að heilu kynslóðirnar í landinu hafa vaxið úr grasi án þess að hafa grænan grun það sem þarna gerðist. Svo eru öll hin sem meta þau hyggindi sem í hag koma og leiða ótíðindin hjá sér. En auðvitað er fólki vorkunn, sérstaklega á allra seinustu árum eftir að stafrænt einræði – digital dictatorship – náði flugi í landinu með áður óþekktu stigi eftirlits og þar með ágengu taumhaldi á íbúunum. Fyrst eftir fjöldamorðin voru kínversk stjórnvöld í skammarkrók almenningsálitsins í heiminum og ráðamenn sem sóttu Beijing heim voru ódeigir að lesa þeim pistilinn í mannréttindamálum. Þetta er náttúrlega löngu liðin tíð og kínversk stjórnvöld sloppin úr sínum skammarkrók. Ýmsir vilja meina að þau hafi framleitt sig út úr honum. Eða hver vill setja sig upp á móti þeim sem mest efnahagslegt bolmagn hafa, með þeim afleiðingum sem það gæti haft? Á seinni árum þykir mér farið að bera á því sjónarmiði að minningin um þessi fjöldamorð megi fara að sökkva í djúp gleymskunnar; langt sé um liðið og tími til kominn að kasta þessum syndum á bak við sig eins og segir í gamla hjálpræðisherssálminum. Á árunum þrjátíu sem liðin eru hafi Kína hvort sem er tekið hamskiptum með ótrúlegum efnahagsframförum og bættum lífskjörum og sé orðið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Víst er mikið til í þessu síðastnefnda en hitt er jafnsatt að sama valdaapparat stjórnar landinu nú og þá og ber því áfram fulla ábyrgð á því sem gerðist. Meðan kínversk stjórnvöld sýna hvorki vott af iðrun né neinn lit á að gera þetta mál upp skal ég fyrir mitt leyti vera eins og rispuð plata uppá það að halda minningunni vakandi, hér eftir sem hingað til. Minna má það ekki vera til að heiðra það unga fólk sem herinn drap á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum og hafði drýgt þann eina glæp að kalla eftir umbótum í lýðræðisátt. Það verður heldur ekki nógsamlega minnt á að ef alræðisyfirvöld, hver sem þau eru, komast upp með óhæfuverk án afleiðinga er alltaf aukin hætta á að sagan endurtaki sig.Höfundur er þýðandi. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Tengdar fréttir Óuppgert voðaverk Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 4. júní 2014 07:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. Fjöldamorðin sem þarna voru framin voru til marks um rökþrot ráðamanna í alræðisríki andspænis lýðræðishreyfingu nýrrar kynslóðar um þjóðfélagsumbætur, lýðréttindi og aukið persónulegt frelsi. Viðbrögð ráðamanna voru í engu samræmi við tilefnið. Á hinn bóginn eru ofsafengin viðbrögð innbyggð í alræðisskipulagið þar sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda á sama hátt og í löndum þar sem stjórnmálamenn öðlast umboð almennings í frjálsum kosningum.Æ síðan hefur þessi dagsetning, 4. júní, verið bannorð. Hún er ekki nefnd í skólabókum og ófinnanleg á Netinu. Stjórnvöld hafa lagt sig fram um að þegja hana í hel og bannað alla umfjöllun að viðlögðum refsingum. Það hefur þeim tekist svo vel að heilu kynslóðirnar í landinu hafa vaxið úr grasi án þess að hafa grænan grun það sem þarna gerðist. Svo eru öll hin sem meta þau hyggindi sem í hag koma og leiða ótíðindin hjá sér. En auðvitað er fólki vorkunn, sérstaklega á allra seinustu árum eftir að stafrænt einræði – digital dictatorship – náði flugi í landinu með áður óþekktu stigi eftirlits og þar með ágengu taumhaldi á íbúunum. Fyrst eftir fjöldamorðin voru kínversk stjórnvöld í skammarkrók almenningsálitsins í heiminum og ráðamenn sem sóttu Beijing heim voru ódeigir að lesa þeim pistilinn í mannréttindamálum. Þetta er náttúrlega löngu liðin tíð og kínversk stjórnvöld sloppin úr sínum skammarkrók. Ýmsir vilja meina að þau hafi framleitt sig út úr honum. Eða hver vill setja sig upp á móti þeim sem mest efnahagslegt bolmagn hafa, með þeim afleiðingum sem það gæti haft? Á seinni árum þykir mér farið að bera á því sjónarmiði að minningin um þessi fjöldamorð megi fara að sökkva í djúp gleymskunnar; langt sé um liðið og tími til kominn að kasta þessum syndum á bak við sig eins og segir í gamla hjálpræðisherssálminum. Á árunum þrjátíu sem liðin eru hafi Kína hvort sem er tekið hamskiptum með ótrúlegum efnahagsframförum og bættum lífskjörum og sé orðið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Víst er mikið til í þessu síðastnefnda en hitt er jafnsatt að sama valdaapparat stjórnar landinu nú og þá og ber því áfram fulla ábyrgð á því sem gerðist. Meðan kínversk stjórnvöld sýna hvorki vott af iðrun né neinn lit á að gera þetta mál upp skal ég fyrir mitt leyti vera eins og rispuð plata uppá það að halda minningunni vakandi, hér eftir sem hingað til. Minna má það ekki vera til að heiðra það unga fólk sem herinn drap á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum og hafði drýgt þann eina glæp að kalla eftir umbótum í lýðræðisátt. Það verður heldur ekki nógsamlega minnt á að ef alræðisyfirvöld, hver sem þau eru, komast upp með óhæfuverk án afleiðinga er alltaf aukin hætta á að sagan endurtaki sig.Höfundur er þýðandi. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Óuppgert voðaverk Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 4. júní 2014 07:00
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar