Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2019 09:56 Þjóðskrá Íslands kynnir nýtt fasteignamat í dag. vísir/vilhelm Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1 prósent á yfirstandandi ári og verður því 9.047 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands sem kynnir nýtt fasteignamat í dag. Í tilkynningu Þjóðskrár segir að þessi hækkun sé mun minni en sú sem varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna í landinu hækkaði um 12,8 prósent. „Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2019. Það tekur gildi 31. desember 2019 og gildir fyrir árið 2020. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2019,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. Hækkun fasteignamats íbúða er meiri á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni hækkar fasteignamatið um 9,1 prósent og um fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignamat íbúða hækkar mest á Akranes þar sem það hækkar um 21,6 prósent. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 6,9 prósent á landinu öllu; um 5,9 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,3 prósent á landsbyggðinni. „Þjóðskrá Íslands hefur um árabil haldið úti verðsjá þar sem hægt er að skoða gangverð fasteigna. Verðsjáin sem var uppfærð árið 2017 hefur að geyma upplýsingar um bæði kaup- og leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði og um kaupverð sumarhúsa. Verðsjáin er aðgengileg á heimasíðu Þjóðskrár Íslands eða beint á verdsja.skra.is. Í verðsjánni er hægt að greina landið eftir landshlutum eða þeim matssvæðum sem fasteignamat Þjóðskrár Íslands byggir á. Þannig má með einföldum hætti sjá hvernig verðþróun hefur verið á ákveðnu svæði út frá fyrirliggjandi kaup- eða leigusamningum. Langflestar fasteignir eru endurmetnar árlega út frá nýjustu matsforsendum en eins og fyrr segir byggja þær meðal annar á þinglýstum kaupsamningum. Þetta á við um íbúðarhúsnæði og sumarhús en atvinnuhúsnæði er metið samkvæmt tekjumati,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár en nánari upplýsingar um fasteignamat næsta árs má nálgast á vefsíðu stofnunarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1 prósent á yfirstandandi ári og verður því 9.047 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands sem kynnir nýtt fasteignamat í dag. Í tilkynningu Þjóðskrár segir að þessi hækkun sé mun minni en sú sem varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna í landinu hækkaði um 12,8 prósent. „Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2019. Það tekur gildi 31. desember 2019 og gildir fyrir árið 2020. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2019,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. Hækkun fasteignamats íbúða er meiri á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni hækkar fasteignamatið um 9,1 prósent og um fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignamat íbúða hækkar mest á Akranes þar sem það hækkar um 21,6 prósent. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 6,9 prósent á landinu öllu; um 5,9 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,3 prósent á landsbyggðinni. „Þjóðskrá Íslands hefur um árabil haldið úti verðsjá þar sem hægt er að skoða gangverð fasteigna. Verðsjáin sem var uppfærð árið 2017 hefur að geyma upplýsingar um bæði kaup- og leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði og um kaupverð sumarhúsa. Verðsjáin er aðgengileg á heimasíðu Þjóðskrár Íslands eða beint á verdsja.skra.is. Í verðsjánni er hægt að greina landið eftir landshlutum eða þeim matssvæðum sem fasteignamat Þjóðskrár Íslands byggir á. Þannig má með einföldum hætti sjá hvernig verðþróun hefur verið á ákveðnu svæði út frá fyrirliggjandi kaup- eða leigusamningum. Langflestar fasteignir eru endurmetnar árlega út frá nýjustu matsforsendum en eins og fyrr segir byggja þær meðal annar á þinglýstum kaupsamningum. Þetta á við um íbúðarhúsnæði og sumarhús en atvinnuhúsnæði er metið samkvæmt tekjumati,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár en nánari upplýsingar um fasteignamat næsta árs má nálgast á vefsíðu stofnunarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur