Segir niðurstöðu í máli Procar sýna að í lagi sé að svindla á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 10:14 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Það vakti mikla athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því fyrr á árinu að bílaleigan hafði átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum yfir nokkurra ára tímabil. Málið er nú á borði héraðssaksóknara vegna umfangs þess.Í gær var greint frá því að Samgöngustofa hafi ákveðið að bílaleigan yrði ekki svipt starfsleyfi sínu vegna málsins þar sem tillögur þess að úrbótum hafi verið metnar fullnægjandi. Í stuttri færslu á Facebook segir Jóhannes Þór að þessi niðurstaða sé „algerlega óásættanleg.“ „Eftir að hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðu í málinu - sem eitt og sér hefur skapað töluverð samkeppnisvandamál fyrir bílaleigur á Íslandi sem fara að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum, er komið í ljós að Samgöngustofa telur ekki ástæðu til að beita afleiðingum gagnvart umfangsmiklum, einbeittum og opinberlega viðurkenndum svikum þessa fyrirtækis sem augljóst er að hafa bæði skekkt samkeppni á markaðnum og valdið fjölda einkaaðila og fyrirtækja miklum vanda og fjárhagstjóni,“ skrifar Jóhannes Þór. Ákvörðunin sendi slæm skilaboð og veiki traust á Samgöngustofu. „[Á] sama tíma og bílaleigufyrirtækin sjálf og hagsmunasamtök þeirra hafa kallað eftir skýrum afleiðingum til að koma í veg fyrir slíka hegðun á markaðnum og raunar sýnt það í verki strax og upp komst um svikin. Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ skrifar Jóhannes Þór en Procar var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins. „Þessi niðurstaða Samgöngustofu sendir skýr skilaboð - það er í lagi að svindla á Íslandi.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Það vakti mikla athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því fyrr á árinu að bílaleigan hafði átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum yfir nokkurra ára tímabil. Málið er nú á borði héraðssaksóknara vegna umfangs þess.Í gær var greint frá því að Samgöngustofa hafi ákveðið að bílaleigan yrði ekki svipt starfsleyfi sínu vegna málsins þar sem tillögur þess að úrbótum hafi verið metnar fullnægjandi. Í stuttri færslu á Facebook segir Jóhannes Þór að þessi niðurstaða sé „algerlega óásættanleg.“ „Eftir að hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðu í málinu - sem eitt og sér hefur skapað töluverð samkeppnisvandamál fyrir bílaleigur á Íslandi sem fara að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum, er komið í ljós að Samgöngustofa telur ekki ástæðu til að beita afleiðingum gagnvart umfangsmiklum, einbeittum og opinberlega viðurkenndum svikum þessa fyrirtækis sem augljóst er að hafa bæði skekkt samkeppni á markaðnum og valdið fjölda einkaaðila og fyrirtækja miklum vanda og fjárhagstjóni,“ skrifar Jóhannes Þór. Ákvörðunin sendi slæm skilaboð og veiki traust á Samgöngustofu. „[Á] sama tíma og bílaleigufyrirtækin sjálf og hagsmunasamtök þeirra hafa kallað eftir skýrum afleiðingum til að koma í veg fyrir slíka hegðun á markaðnum og raunar sýnt það í verki strax og upp komst um svikin. Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ skrifar Jóhannes Þór en Procar var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins. „Þessi niðurstaða Samgöngustofu sendir skýr skilaboð - það er í lagi að svindla á Íslandi.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38
Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17