Segir niðurstöðu í máli Procar sýna að í lagi sé að svindla á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 10:14 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Það vakti mikla athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því fyrr á árinu að bílaleigan hafði átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum yfir nokkurra ára tímabil. Málið er nú á borði héraðssaksóknara vegna umfangs þess.Í gær var greint frá því að Samgöngustofa hafi ákveðið að bílaleigan yrði ekki svipt starfsleyfi sínu vegna málsins þar sem tillögur þess að úrbótum hafi verið metnar fullnægjandi. Í stuttri færslu á Facebook segir Jóhannes Þór að þessi niðurstaða sé „algerlega óásættanleg.“ „Eftir að hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðu í málinu - sem eitt og sér hefur skapað töluverð samkeppnisvandamál fyrir bílaleigur á Íslandi sem fara að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum, er komið í ljós að Samgöngustofa telur ekki ástæðu til að beita afleiðingum gagnvart umfangsmiklum, einbeittum og opinberlega viðurkenndum svikum þessa fyrirtækis sem augljóst er að hafa bæði skekkt samkeppni á markaðnum og valdið fjölda einkaaðila og fyrirtækja miklum vanda og fjárhagstjóni,“ skrifar Jóhannes Þór. Ákvörðunin sendi slæm skilaboð og veiki traust á Samgöngustofu. „[Á] sama tíma og bílaleigufyrirtækin sjálf og hagsmunasamtök þeirra hafa kallað eftir skýrum afleiðingum til að koma í veg fyrir slíka hegðun á markaðnum og raunar sýnt það í verki strax og upp komst um svikin. Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ skrifar Jóhannes Þór en Procar var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins. „Þessi niðurstaða Samgöngustofu sendir skýr skilaboð - það er í lagi að svindla á Íslandi.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Það vakti mikla athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því fyrr á árinu að bílaleigan hafði átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum yfir nokkurra ára tímabil. Málið er nú á borði héraðssaksóknara vegna umfangs þess.Í gær var greint frá því að Samgöngustofa hafi ákveðið að bílaleigan yrði ekki svipt starfsleyfi sínu vegna málsins þar sem tillögur þess að úrbótum hafi verið metnar fullnægjandi. Í stuttri færslu á Facebook segir Jóhannes Þór að þessi niðurstaða sé „algerlega óásættanleg.“ „Eftir að hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðu í málinu - sem eitt og sér hefur skapað töluverð samkeppnisvandamál fyrir bílaleigur á Íslandi sem fara að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum, er komið í ljós að Samgöngustofa telur ekki ástæðu til að beita afleiðingum gagnvart umfangsmiklum, einbeittum og opinberlega viðurkenndum svikum þessa fyrirtækis sem augljóst er að hafa bæði skekkt samkeppni á markaðnum og valdið fjölda einkaaðila og fyrirtækja miklum vanda og fjárhagstjóni,“ skrifar Jóhannes Þór. Ákvörðunin sendi slæm skilaboð og veiki traust á Samgöngustofu. „[Á] sama tíma og bílaleigufyrirtækin sjálf og hagsmunasamtök þeirra hafa kallað eftir skýrum afleiðingum til að koma í veg fyrir slíka hegðun á markaðnum og raunar sýnt það í verki strax og upp komst um svikin. Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ skrifar Jóhannes Þór en Procar var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins. „Þessi niðurstaða Samgöngustofu sendir skýr skilaboð - það er í lagi að svindla á Íslandi.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38
Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17