Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 11:46 John Cornyn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Texas, (t.v.) og Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í deildinni, eru ekki sáttir við boðaða tolla Trump á Mexíkó. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49