Atvinnurekendur gagnrýna hækkun skatta og gjalda Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 14:00 Viðbúið er að fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis hækki á næsta ári með hækkuðu fasteignamati. Vísir/GVA Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með. Skattar og tollar Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með.
Skattar og tollar Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent