Hringbraut gert að greiða milljón vegna þáttar um miðbæ Selfoss Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 19:17 Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. Vísir/vilhelm Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með kostun þáttarins Miðbær Selfoss í þáttaröðinni Atvinnulífið hafi Hringbraut brotið gegn 2. mgr. 42. gr. laga um fjölmiðla sem fjallar um bann við kostun fréttatengds efnis. Hringbraut er gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna málsins. Þátturinn Miðbær Selfoss var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og birtur á vef miðilsins 10. ágúst á síðasta ári. Í þættinum voru til umfjöllunar tillögur bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Þátturinn var kostaður af Sigtúni þróunarfélagi, framkvæmdaaðila þeirra breytingaframkvæmda sem kosið var um í íbúakosningunum. Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. „Við ákvörðun fjölmiðlanefndar segir m.a. að um reglur um bann við kostun frétta og fréttatengds efnis gangi út á að vernda upplýsingarétt almennings enda sé brýnt að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Að mati fjölmiðlanefndar eigi þau sjónarmið ekki síst við í aðdraganda lýðræðislegra kosninga, hvort sem um sé að ræða kosningar sem fram fari á landsvísu eða íbúakosningar í sveitarfélögum,“ segir í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Mikilvægt sé að umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga sé fagleg og vönduð og forða því að almenningur rugli saman auglýsingum, kostuðu efni og hlutlausum upplýsingum. „Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða“.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Kostun fréttatengdrar umfjöllunar í þættinum Miðbær Selfoss Árborg Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00 Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með kostun þáttarins Miðbær Selfoss í þáttaröðinni Atvinnulífið hafi Hringbraut brotið gegn 2. mgr. 42. gr. laga um fjölmiðla sem fjallar um bann við kostun fréttatengds efnis. Hringbraut er gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna málsins. Þátturinn Miðbær Selfoss var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og birtur á vef miðilsins 10. ágúst á síðasta ári. Í þættinum voru til umfjöllunar tillögur bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Þátturinn var kostaður af Sigtúni þróunarfélagi, framkvæmdaaðila þeirra breytingaframkvæmda sem kosið var um í íbúakosningunum. Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. „Við ákvörðun fjölmiðlanefndar segir m.a. að um reglur um bann við kostun frétta og fréttatengds efnis gangi út á að vernda upplýsingarétt almennings enda sé brýnt að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Að mati fjölmiðlanefndar eigi þau sjónarmið ekki síst við í aðdraganda lýðræðislegra kosninga, hvort sem um sé að ræða kosningar sem fram fari á landsvísu eða íbúakosningar í sveitarfélögum,“ segir í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Mikilvægt sé að umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga sé fagleg og vönduð og forða því að almenningur rugli saman auglýsingum, kostuðu efni og hlutlausum upplýsingum. „Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða“.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Kostun fréttatengdrar umfjöllunar í þættinum Miðbær Selfoss
Árborg Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00 Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45
Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00
Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00