Svala Björgvins, Egill Ólafs og Aldamótatónleikar í Eyjum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 6. júní 2019 07:15 Þetta verður í fyrsta skipti sem Svala spilar á Þjóðhátíð, en hún kemur fram ásamt hljómsveitinni Albatross á sunnudeginum. Fréttablaðið/Stefán Tilkynnt verður um nokkur ný atriði á Þjóðhátíð í Eyjum í dag. Það eru Svala Björgvinsdóttir, Egill Ólafsson og svo Aldamótatónleikarnir. Fyrir þeim hópi fara vinsælustu tónlistarmenn aldamótanna og forsprakkar sveitaballatónlistarinnar, þeir Magni, Hreimur, Gunni Óla, Einar Ágúst, Beggi í Sóldögg og Valur í Buttercup. Þeir koma fram ásamt hljómsveit undir stjórn Vigga úr Írafári. Svala og Egill koma fram á sunnudagskvöldinu á kvöldvökunni svokölluðu sem er á undan brekkusöngnum. Svala kemur fram með hljómsveitinni Albatross og mun taka flest sín þekktustu lög í bland við önnur lög sem allir ættu að kannast við. Þetta verður í raun fyrsta alvöru Þjóðhátíð Svölu. „Ég myndi segja að þetta væri fyrsta því ég fór bara eitt skipti með pabba mínum þegar ég var kannski um tólf ára aldurinn. Við stoppuðum líka stutt svo það er kannski ekki alveg tekið með,“ svarar Svala. Svala bjó erlendis í tíu ár, fyrir það hafði aldrei komið til tals að hún spilaði í Eyjum um verslunarmannahelgina. „Ég fór reyndar á Eldborg og spilaði á Uxa, þannig að þetta er ekki fyrsta útihátíðin mín. En aldrei Þjóðhátíð, svo ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Svala segir að það eigi eftir að skýrast betur á næstu vikum á hvaða fleiri stöðum hún spili yfir helgina. Hún flýgur á sunnudeginum til Eyja til að spila. „Ég er mjög spennt og get í raun ekki beðið. Mér finnst líka gaman um að hafa verið beðin um að taka þátt. Ég veit að þetta er alveg tryllt upplifun og því frábært að fá að vera með.“ Svala syngur líkt og áður segir með hljómsveitinni Albatross. Þau munu taka lög Svölu ásamt öðrum þekktum lögum. „Við erum ekki alveg búin að ákveða nákvæmlega hvernig þetta verður,“ svarar Svala hlæjandi. Aldamótatónleikarnir fara fram sama kvöldið og því er ekki úr vegi að spyrja Svölu hvort hún taki eitt þekktasta lag sitt frá þeim tíma, The Real Me. „Já, ég mun taka mín þekktustu lög, algjörlega. Ábreiðurnar sem við tökum verða svo í okkar stíl, við tökum þekkt lög en gerum þau að okkar. Við ætlum líka að taka nýrri lög sem fólk ætti að kannast við, ekki endilega festa okkur í einhverjum gömlum smellum.“ Þegar Svala var táningur söng hún lagið Was it all it was með hljómsveitinni Scope. Það lag gekk í endurnýjun lífdaga fyrir örfáum árum og segist Svala alltaf taka það á tónleikum. „Ég er ekki ein af þeim sem vilja ekki taka smellina sína á tónleikum. Mér finnst ótrúlega gaman ef fólk heldur upp á lögin mín. Af hverju þá ekki að spila þau? Það er auðvitað hlustendum og þeim sem fíla lögin að þakka að ég er enn að spila eftir öll þessi ár.“ Spurð hvort hún hafi einhvern tímann þurft að spila jólalagið vinsæla Ég hlakka svo til á allt öðrum tíma árs segir hún svo vera. „Ég veit ekki alveg hvort það passi í Eyjum samt. En jú, ef fólk myndi vilja það, þá væri ég alveg til. Það er samt alveg ótrúlega fyndið hvað fólk er til í að heyra þetta lag hvenær sem er yfir árið. En mér finnst það bara gaman,“ segir Svala hlæjandi að lokum. Þjóðhátíð í Eyjum er helgina 2. til 4. ágúst og miðar fást á dalurinn.is. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Sjá meira
Tilkynnt verður um nokkur ný atriði á Þjóðhátíð í Eyjum í dag. Það eru Svala Björgvinsdóttir, Egill Ólafsson og svo Aldamótatónleikarnir. Fyrir þeim hópi fara vinsælustu tónlistarmenn aldamótanna og forsprakkar sveitaballatónlistarinnar, þeir Magni, Hreimur, Gunni Óla, Einar Ágúst, Beggi í Sóldögg og Valur í Buttercup. Þeir koma fram ásamt hljómsveit undir stjórn Vigga úr Írafári. Svala og Egill koma fram á sunnudagskvöldinu á kvöldvökunni svokölluðu sem er á undan brekkusöngnum. Svala kemur fram með hljómsveitinni Albatross og mun taka flest sín þekktustu lög í bland við önnur lög sem allir ættu að kannast við. Þetta verður í raun fyrsta alvöru Þjóðhátíð Svölu. „Ég myndi segja að þetta væri fyrsta því ég fór bara eitt skipti með pabba mínum þegar ég var kannski um tólf ára aldurinn. Við stoppuðum líka stutt svo það er kannski ekki alveg tekið með,“ svarar Svala. Svala bjó erlendis í tíu ár, fyrir það hafði aldrei komið til tals að hún spilaði í Eyjum um verslunarmannahelgina. „Ég fór reyndar á Eldborg og spilaði á Uxa, þannig að þetta er ekki fyrsta útihátíðin mín. En aldrei Þjóðhátíð, svo ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Svala segir að það eigi eftir að skýrast betur á næstu vikum á hvaða fleiri stöðum hún spili yfir helgina. Hún flýgur á sunnudeginum til Eyja til að spila. „Ég er mjög spennt og get í raun ekki beðið. Mér finnst líka gaman um að hafa verið beðin um að taka þátt. Ég veit að þetta er alveg tryllt upplifun og því frábært að fá að vera með.“ Svala syngur líkt og áður segir með hljómsveitinni Albatross. Þau munu taka lög Svölu ásamt öðrum þekktum lögum. „Við erum ekki alveg búin að ákveða nákvæmlega hvernig þetta verður,“ svarar Svala hlæjandi. Aldamótatónleikarnir fara fram sama kvöldið og því er ekki úr vegi að spyrja Svölu hvort hún taki eitt þekktasta lag sitt frá þeim tíma, The Real Me. „Já, ég mun taka mín þekktustu lög, algjörlega. Ábreiðurnar sem við tökum verða svo í okkar stíl, við tökum þekkt lög en gerum þau að okkar. Við ætlum líka að taka nýrri lög sem fólk ætti að kannast við, ekki endilega festa okkur í einhverjum gömlum smellum.“ Þegar Svala var táningur söng hún lagið Was it all it was með hljómsveitinni Scope. Það lag gekk í endurnýjun lífdaga fyrir örfáum árum og segist Svala alltaf taka það á tónleikum. „Ég er ekki ein af þeim sem vilja ekki taka smellina sína á tónleikum. Mér finnst ótrúlega gaman ef fólk heldur upp á lögin mín. Af hverju þá ekki að spila þau? Það er auðvitað hlustendum og þeim sem fíla lögin að þakka að ég er enn að spila eftir öll þessi ár.“ Spurð hvort hún hafi einhvern tímann þurft að spila jólalagið vinsæla Ég hlakka svo til á allt öðrum tíma árs segir hún svo vera. „Ég veit ekki alveg hvort það passi í Eyjum samt. En jú, ef fólk myndi vilja það, þá væri ég alveg til. Það er samt alveg ótrúlega fyndið hvað fólk er til í að heyra þetta lag hvenær sem er yfir árið. En mér finnst það bara gaman,“ segir Svala hlæjandi að lokum. Þjóðhátíð í Eyjum er helgina 2. til 4. ágúst og miðar fást á dalurinn.is.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Sjá meira