Biðjast afsökunar á aðgerðum lögreglu í Stonewall uppreisninni fimmtíu árum síðar Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 23:01 Uppreisnin í Stonewall markaði kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks. Vísir/Getty Lögreglan í New York baðst í dag afsökunar á gjörðum sínum í hinni svokölluðu Stonewall uppreisn í júní árið 1969. Buzzfeed greinir frá. Fimmtíu ár eru liðin frá því að lögreglumenn í New York réðust inn á LBGTQ-barinn Stonewall þann 28. júní og tilkynntu gestum að þeir ætluðu að ráðast til inngöngu. Sagði lögregla á þeim tíma að ástæðan væri sú að barinn starfaði ekki samkvæmt áfengislögum. Gestir staðarins streittust á móti og leiddi það af sér átök dagana eftir á. Hundruð mótmæltu aðgerðum lögreglu sem varð til þess að margir voru handteknir og fjöldinn allur slasaðist. „Ég held það væri óábyrgt af mér, nú þegar við göngum inn í alþjóðlegan mánuð hinsegin fólks, að ræða ekki atburðina sem áttu sér stað á barnum Stonewall í júní 1969,“ sagði James O‘Neill lögreglustjóri í ávarpi sínu í höfuðstöðvum lögreglunnar. „Þó ég ætli ekki að standa hérna og láta sem ég sé sérfræðingur í því sem gerðist þá veit ég hvað hefði ekki átt að gerast.“James O'Neill.Vísir/GettyHann segir aðgerðir lögreglu hafa einfaldlega verið rangar. „Aðgerðirnar og lögin voru bæði óréttlát og kúgandi og ég biðst afsökunar á því,“ sagði O‘Neill í ávarpinu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir ávarp O‘Neill höfðu samtök hinsegin fólks í New York kosið með því að krefjast þess að lögreglan bæðist afsökunar á aðgerðum sínum í Stonewall uppreisninni. Þau sögðu mikinn árangur hafa náðst í samskiptum við lögreglu í stjórnartíð O‘Neill en lögreglan ætti enn eftir að axla ábyrgð. „Það að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á þessum atburði er lítið en þýðingarmikið skref í átt að því að bæta stærri kerfislæg vandamál sem halda áfram að skaða samfélag hinsegin fólks, sérstaklega transfólks og fólks sem verður fyrir kynþáttafordómum,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum. Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Lögreglan í New York baðst í dag afsökunar á gjörðum sínum í hinni svokölluðu Stonewall uppreisn í júní árið 1969. Buzzfeed greinir frá. Fimmtíu ár eru liðin frá því að lögreglumenn í New York réðust inn á LBGTQ-barinn Stonewall þann 28. júní og tilkynntu gestum að þeir ætluðu að ráðast til inngöngu. Sagði lögregla á þeim tíma að ástæðan væri sú að barinn starfaði ekki samkvæmt áfengislögum. Gestir staðarins streittust á móti og leiddi það af sér átök dagana eftir á. Hundruð mótmæltu aðgerðum lögreglu sem varð til þess að margir voru handteknir og fjöldinn allur slasaðist. „Ég held það væri óábyrgt af mér, nú þegar við göngum inn í alþjóðlegan mánuð hinsegin fólks, að ræða ekki atburðina sem áttu sér stað á barnum Stonewall í júní 1969,“ sagði James O‘Neill lögreglustjóri í ávarpi sínu í höfuðstöðvum lögreglunnar. „Þó ég ætli ekki að standa hérna og láta sem ég sé sérfræðingur í því sem gerðist þá veit ég hvað hefði ekki átt að gerast.“James O'Neill.Vísir/GettyHann segir aðgerðir lögreglu hafa einfaldlega verið rangar. „Aðgerðirnar og lögin voru bæði óréttlát og kúgandi og ég biðst afsökunar á því,“ sagði O‘Neill í ávarpinu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir ávarp O‘Neill höfðu samtök hinsegin fólks í New York kosið með því að krefjast þess að lögreglan bæðist afsökunar á aðgerðum sínum í Stonewall uppreisninni. Þau sögðu mikinn árangur hafa náðst í samskiptum við lögreglu í stjórnartíð O‘Neill en lögreglan ætti enn eftir að axla ábyrgð. „Það að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á þessum atburði er lítið en þýðingarmikið skref í átt að því að bæta stærri kerfislæg vandamál sem halda áfram að skaða samfélag hinsegin fólks, sérstaklega transfólks og fólks sem verður fyrir kynþáttafordómum,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum.
Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53