Biðjast afsökunar á aðgerðum lögreglu í Stonewall uppreisninni fimmtíu árum síðar Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 23:01 Uppreisnin í Stonewall markaði kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks. Vísir/Getty Lögreglan í New York baðst í dag afsökunar á gjörðum sínum í hinni svokölluðu Stonewall uppreisn í júní árið 1969. Buzzfeed greinir frá. Fimmtíu ár eru liðin frá því að lögreglumenn í New York réðust inn á LBGTQ-barinn Stonewall þann 28. júní og tilkynntu gestum að þeir ætluðu að ráðast til inngöngu. Sagði lögregla á þeim tíma að ástæðan væri sú að barinn starfaði ekki samkvæmt áfengislögum. Gestir staðarins streittust á móti og leiddi það af sér átök dagana eftir á. Hundruð mótmæltu aðgerðum lögreglu sem varð til þess að margir voru handteknir og fjöldinn allur slasaðist. „Ég held það væri óábyrgt af mér, nú þegar við göngum inn í alþjóðlegan mánuð hinsegin fólks, að ræða ekki atburðina sem áttu sér stað á barnum Stonewall í júní 1969,“ sagði James O‘Neill lögreglustjóri í ávarpi sínu í höfuðstöðvum lögreglunnar. „Þó ég ætli ekki að standa hérna og láta sem ég sé sérfræðingur í því sem gerðist þá veit ég hvað hefði ekki átt að gerast.“James O'Neill.Vísir/GettyHann segir aðgerðir lögreglu hafa einfaldlega verið rangar. „Aðgerðirnar og lögin voru bæði óréttlát og kúgandi og ég biðst afsökunar á því,“ sagði O‘Neill í ávarpinu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir ávarp O‘Neill höfðu samtök hinsegin fólks í New York kosið með því að krefjast þess að lögreglan bæðist afsökunar á aðgerðum sínum í Stonewall uppreisninni. Þau sögðu mikinn árangur hafa náðst í samskiptum við lögreglu í stjórnartíð O‘Neill en lögreglan ætti enn eftir að axla ábyrgð. „Það að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á þessum atburði er lítið en þýðingarmikið skref í átt að því að bæta stærri kerfislæg vandamál sem halda áfram að skaða samfélag hinsegin fólks, sérstaklega transfólks og fólks sem verður fyrir kynþáttafordómum,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum. Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Lögreglan í New York baðst í dag afsökunar á gjörðum sínum í hinni svokölluðu Stonewall uppreisn í júní árið 1969. Buzzfeed greinir frá. Fimmtíu ár eru liðin frá því að lögreglumenn í New York réðust inn á LBGTQ-barinn Stonewall þann 28. júní og tilkynntu gestum að þeir ætluðu að ráðast til inngöngu. Sagði lögregla á þeim tíma að ástæðan væri sú að barinn starfaði ekki samkvæmt áfengislögum. Gestir staðarins streittust á móti og leiddi það af sér átök dagana eftir á. Hundruð mótmæltu aðgerðum lögreglu sem varð til þess að margir voru handteknir og fjöldinn allur slasaðist. „Ég held það væri óábyrgt af mér, nú þegar við göngum inn í alþjóðlegan mánuð hinsegin fólks, að ræða ekki atburðina sem áttu sér stað á barnum Stonewall í júní 1969,“ sagði James O‘Neill lögreglustjóri í ávarpi sínu í höfuðstöðvum lögreglunnar. „Þó ég ætli ekki að standa hérna og láta sem ég sé sérfræðingur í því sem gerðist þá veit ég hvað hefði ekki átt að gerast.“James O'Neill.Vísir/GettyHann segir aðgerðir lögreglu hafa einfaldlega verið rangar. „Aðgerðirnar og lögin voru bæði óréttlát og kúgandi og ég biðst afsökunar á því,“ sagði O‘Neill í ávarpinu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir ávarp O‘Neill höfðu samtök hinsegin fólks í New York kosið með því að krefjast þess að lögreglan bæðist afsökunar á aðgerðum sínum í Stonewall uppreisninni. Þau sögðu mikinn árangur hafa náðst í samskiptum við lögreglu í stjórnartíð O‘Neill en lögreglan ætti enn eftir að axla ábyrgð. „Það að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á þessum atburði er lítið en þýðingarmikið skref í átt að því að bæta stærri kerfislæg vandamál sem halda áfram að skaða samfélag hinsegin fólks, sérstaklega transfólks og fólks sem verður fyrir kynþáttafordómum,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum.
Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53