Biðjast afsökunar á aðgerðum lögreglu í Stonewall uppreisninni fimmtíu árum síðar Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 23:01 Uppreisnin í Stonewall markaði kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks. Vísir/Getty Lögreglan í New York baðst í dag afsökunar á gjörðum sínum í hinni svokölluðu Stonewall uppreisn í júní árið 1969. Buzzfeed greinir frá. Fimmtíu ár eru liðin frá því að lögreglumenn í New York réðust inn á LBGTQ-barinn Stonewall þann 28. júní og tilkynntu gestum að þeir ætluðu að ráðast til inngöngu. Sagði lögregla á þeim tíma að ástæðan væri sú að barinn starfaði ekki samkvæmt áfengislögum. Gestir staðarins streittust á móti og leiddi það af sér átök dagana eftir á. Hundruð mótmæltu aðgerðum lögreglu sem varð til þess að margir voru handteknir og fjöldinn allur slasaðist. „Ég held það væri óábyrgt af mér, nú þegar við göngum inn í alþjóðlegan mánuð hinsegin fólks, að ræða ekki atburðina sem áttu sér stað á barnum Stonewall í júní 1969,“ sagði James O‘Neill lögreglustjóri í ávarpi sínu í höfuðstöðvum lögreglunnar. „Þó ég ætli ekki að standa hérna og láta sem ég sé sérfræðingur í því sem gerðist þá veit ég hvað hefði ekki átt að gerast.“James O'Neill.Vísir/GettyHann segir aðgerðir lögreglu hafa einfaldlega verið rangar. „Aðgerðirnar og lögin voru bæði óréttlát og kúgandi og ég biðst afsökunar á því,“ sagði O‘Neill í ávarpinu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir ávarp O‘Neill höfðu samtök hinsegin fólks í New York kosið með því að krefjast þess að lögreglan bæðist afsökunar á aðgerðum sínum í Stonewall uppreisninni. Þau sögðu mikinn árangur hafa náðst í samskiptum við lögreglu í stjórnartíð O‘Neill en lögreglan ætti enn eftir að axla ábyrgð. „Það að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á þessum atburði er lítið en þýðingarmikið skref í átt að því að bæta stærri kerfislæg vandamál sem halda áfram að skaða samfélag hinsegin fólks, sérstaklega transfólks og fólks sem verður fyrir kynþáttafordómum,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum. Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Lögreglan í New York baðst í dag afsökunar á gjörðum sínum í hinni svokölluðu Stonewall uppreisn í júní árið 1969. Buzzfeed greinir frá. Fimmtíu ár eru liðin frá því að lögreglumenn í New York réðust inn á LBGTQ-barinn Stonewall þann 28. júní og tilkynntu gestum að þeir ætluðu að ráðast til inngöngu. Sagði lögregla á þeim tíma að ástæðan væri sú að barinn starfaði ekki samkvæmt áfengislögum. Gestir staðarins streittust á móti og leiddi það af sér átök dagana eftir á. Hundruð mótmæltu aðgerðum lögreglu sem varð til þess að margir voru handteknir og fjöldinn allur slasaðist. „Ég held það væri óábyrgt af mér, nú þegar við göngum inn í alþjóðlegan mánuð hinsegin fólks, að ræða ekki atburðina sem áttu sér stað á barnum Stonewall í júní 1969,“ sagði James O‘Neill lögreglustjóri í ávarpi sínu í höfuðstöðvum lögreglunnar. „Þó ég ætli ekki að standa hérna og láta sem ég sé sérfræðingur í því sem gerðist þá veit ég hvað hefði ekki átt að gerast.“James O'Neill.Vísir/GettyHann segir aðgerðir lögreglu hafa einfaldlega verið rangar. „Aðgerðirnar og lögin voru bæði óréttlát og kúgandi og ég biðst afsökunar á því,“ sagði O‘Neill í ávarpinu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir ávarp O‘Neill höfðu samtök hinsegin fólks í New York kosið með því að krefjast þess að lögreglan bæðist afsökunar á aðgerðum sínum í Stonewall uppreisninni. Þau sögðu mikinn árangur hafa náðst í samskiptum við lögreglu í stjórnartíð O‘Neill en lögreglan ætti enn eftir að axla ábyrgð. „Það að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á þessum atburði er lítið en þýðingarmikið skref í átt að því að bæta stærri kerfislæg vandamál sem halda áfram að skaða samfélag hinsegin fólks, sérstaklega transfólks og fólks sem verður fyrir kynþáttafordómum,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum.
Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53