Macron reyndi að höfða til Donalds Trump við minningarathöfn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 08:30 Trump og Macron hittust í Frakklandi. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um ágæti alþjóðasamstarfs í ræðu sinni við minningarathöfn í Colleville-sur-Mer í gær og reyndi þannig, samkvæmt The Guardian, að höfða til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem einnig var viðstaddur athöfnina. Fjöldi fólks var saman kominn á staðnum til þess að minnast þess að 75 ár eru nú liðin frá innrás Bandamanna í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Nærri 10.000 bandarískir hermenn sem fórust í innrásinni eru grafnir í Colleville-sur-Mer. Trump hefur ítrekað beint spjótum sínum að bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann hefur til dæmis átt í tolladeilum við ESB og kallað NATO úrelt. „Við munum aldrei hætta að berjast fyrir bandalagi frjálsra þjóða. Það gerðu sigurvegararnir [í stríðinu] er þeir stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar og NATO. Það er það sem leiðtogar Evrópu gerðu nokkrum árum síðar þegar Evrópusambandið var stofnað. Lærdómurinn sem draga má af atburðunum í Colleville-sur-Mer er augljós. Frelsið og lýðræðið er óaðskiljanlegt,“ sagði franski forsetinn í ræðu sinni. Trump ræddi ekki um slíkt samstarf í ræðu sinni heldur lofaði hugrekki þeirra og dirfsku sem börðust í Normandí. „Þetta mikla hugrekki má rekja til mikillar trúar. Þau komu hingað og björguðu frelsinu. Svo fóru þau heim og sýndu okkur um hvað frelsið snýst,“ sagði Trump og bætti við: „Enn öflugri en bandarísk vopn reyndist styrkur hins bandaríska hjarta. Þetta fólk óð í gegnum eld og brennistein, knúið áfram af afli sem ekkert vopn getur eyðilagt; sterkri föðurlandsást frjálsrar, stoltar og fullvalda þjóðar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Frakkland Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um ágæti alþjóðasamstarfs í ræðu sinni við minningarathöfn í Colleville-sur-Mer í gær og reyndi þannig, samkvæmt The Guardian, að höfða til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem einnig var viðstaddur athöfnina. Fjöldi fólks var saman kominn á staðnum til þess að minnast þess að 75 ár eru nú liðin frá innrás Bandamanna í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Nærri 10.000 bandarískir hermenn sem fórust í innrásinni eru grafnir í Colleville-sur-Mer. Trump hefur ítrekað beint spjótum sínum að bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann hefur til dæmis átt í tolladeilum við ESB og kallað NATO úrelt. „Við munum aldrei hætta að berjast fyrir bandalagi frjálsra þjóða. Það gerðu sigurvegararnir [í stríðinu] er þeir stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar og NATO. Það er það sem leiðtogar Evrópu gerðu nokkrum árum síðar þegar Evrópusambandið var stofnað. Lærdómurinn sem draga má af atburðunum í Colleville-sur-Mer er augljós. Frelsið og lýðræðið er óaðskiljanlegt,“ sagði franski forsetinn í ræðu sinni. Trump ræddi ekki um slíkt samstarf í ræðu sinni heldur lofaði hugrekki þeirra og dirfsku sem börðust í Normandí. „Þetta mikla hugrekki má rekja til mikillar trúar. Þau komu hingað og björguðu frelsinu. Svo fóru þau heim og sýndu okkur um hvað frelsið snýst,“ sagði Trump og bætti við: „Enn öflugri en bandarísk vopn reyndist styrkur hins bandaríska hjarta. Þetta fólk óð í gegnum eld og brennistein, knúið áfram af afli sem ekkert vopn getur eyðilagt; sterkri föðurlandsást frjálsrar, stoltar og fullvalda þjóðar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Frakkland Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira