Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2019 11:14 Fyrirtæki í farþegaþjónustu þurfa að leita sér hagræðingarkosta. Vísir/Vilhelm Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. „Við höfum verið að horfa á um 14% samdrátt á árinu í fjölda ferðamanna. Þetta er í góðu samhengi við það sem við höfum verið að sjá,“ sagði Jóhannes. Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, metur sem svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár fækki um 388 þúsund á milli ára og verði 1927 þúsund. Þá er talið að skiptifarþegum fækki um 43% eða úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. Þar munar tæplega 1,7 milljónum skiptifarþega og er sá mikli munur rakinn að mestu til brotthvarfs flugfélagsins WOW Air af markaði. Fjöldi ferðamanna fækkar því um tæp 400 þúsund á árinu og því er augljós samdráttur í vændum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa því að leita hagræðingarkosta sökum minnkandi tekjumöguleika. „Fyrirtæki hafa undanfarin ár verið að kjarna starfsemi sína og leita hagræðingarkosta. Þessi niðursveifla er kannski töluvert meiri en menn voru að sjá fyrir sér, ég geri ráð fyrir að nú þurfi að leita enn frekari hagræðingarkosta og hugsanlega einhverskonar samþjöppunar á markaðnum,“ segir Jóhannes og bætir við að slíkir kostir gætu orðið erfiðir fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda séu fjöldi þeirra lítil fjölskyldufyrirtæki „Það er ekki eins og þetta séu stór fyrirtæki sem eiga auðvelt með að sameinast“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka FerðaþjónustunnarVísir/VilhelmNiðursveifla muni hafa ýktari áhrif á landsbyggðina Jóhannes telur að niðursveiflan muni, líkt og aðrar sveiflur í ferðaþjónustu, hafa ýktari áhrif á landsbyggðina og þeim mun meiri sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Lítill hluti ferðamanna haldi nú þegar á Austurland, Norðurland og Vestfirði. „Við sjáum að það eru ekki nema 23% sem ferðast um Austurland, 27% um Norðurland og 10-12% ferðamanna ferðast um Vestfirði, við gerum ráð fyrir að þegar ferðamönnum fækkar uni þetta hafa svipuð áhrif og yfirleitt í sveiflum á landsbyggðina.“ Jóhannes segir þó að ekki sé hægt að horfa eingöngu á fjöldatölurnar í þessu samhengi, hafa þurfi í huga hvernig samsetning ferðamannahópa er. „Evrópubúar, sérstaklega frá Mið-Evrópu, eru líklegri til að ferðast meira um landið, fara víðar og lengra út af hringveginum en til dæmis ferðamenn frá Norður-Ameríku,“ segir Jóhannes Þór.Almennt minnkandi eftirspurn er áhyggjuefni Fall WOW Air á vormánuðum hefur haft fækkun flugsæta í för með sér, minna framboð hefur haft áhrif á farþegaspá en þá hefur einnig gætt þess að erlend flugfélög felli niður ferðir sökum dræmrar eftirspurnar. Jóhannes segir minnkandi eftirspurn vera áhyggjuefni. „Það virðist vera almennt minnkandi eftirspurn, við sjáum það til dæmis hjá Delta og EasyJet, sem eru að fella niður ferðir vegna, að sögn minnkandi eftirspurnar. Það skiptir máli núna hvernig við horfum inn í næstu mánuði og næsta eitt og hálft ár varðandi grunn að markaðssetningu fyrir landið sem ferðaáfangastað. Það skiptir mjög miklu máli hvernig það er hugsað og útfært,“ segir Jóhannes. Flugframboðið hafi þó haft mest áhrif á spána. „Það eru náttúrulega fyrst og fremst eru stærri áhrif að koma fram núna vegna flugframboðs. Íslensk ferðaþjónusta er mjög háð flugframboði af augljósum ástæðum, þannig að ef flugframboð minnkar skyndilega eins og það hefur gert núna tekur það tíma að vinna það upp við vitum það að sjálfbær áfangastaður vinnur það upp með tímanum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. „Við höfum verið að horfa á um 14% samdrátt á árinu í fjölda ferðamanna. Þetta er í góðu samhengi við það sem við höfum verið að sjá,“ sagði Jóhannes. Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, metur sem svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár fækki um 388 þúsund á milli ára og verði 1927 þúsund. Þá er talið að skiptifarþegum fækki um 43% eða úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. Þar munar tæplega 1,7 milljónum skiptifarþega og er sá mikli munur rakinn að mestu til brotthvarfs flugfélagsins WOW Air af markaði. Fjöldi ferðamanna fækkar því um tæp 400 þúsund á árinu og því er augljós samdráttur í vændum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa því að leita hagræðingarkosta sökum minnkandi tekjumöguleika. „Fyrirtæki hafa undanfarin ár verið að kjarna starfsemi sína og leita hagræðingarkosta. Þessi niðursveifla er kannski töluvert meiri en menn voru að sjá fyrir sér, ég geri ráð fyrir að nú þurfi að leita enn frekari hagræðingarkosta og hugsanlega einhverskonar samþjöppunar á markaðnum,“ segir Jóhannes og bætir við að slíkir kostir gætu orðið erfiðir fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda séu fjöldi þeirra lítil fjölskyldufyrirtæki „Það er ekki eins og þetta séu stór fyrirtæki sem eiga auðvelt með að sameinast“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka FerðaþjónustunnarVísir/VilhelmNiðursveifla muni hafa ýktari áhrif á landsbyggðina Jóhannes telur að niðursveiflan muni, líkt og aðrar sveiflur í ferðaþjónustu, hafa ýktari áhrif á landsbyggðina og þeim mun meiri sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Lítill hluti ferðamanna haldi nú þegar á Austurland, Norðurland og Vestfirði. „Við sjáum að það eru ekki nema 23% sem ferðast um Austurland, 27% um Norðurland og 10-12% ferðamanna ferðast um Vestfirði, við gerum ráð fyrir að þegar ferðamönnum fækkar uni þetta hafa svipuð áhrif og yfirleitt í sveiflum á landsbyggðina.“ Jóhannes segir þó að ekki sé hægt að horfa eingöngu á fjöldatölurnar í þessu samhengi, hafa þurfi í huga hvernig samsetning ferðamannahópa er. „Evrópubúar, sérstaklega frá Mið-Evrópu, eru líklegri til að ferðast meira um landið, fara víðar og lengra út af hringveginum en til dæmis ferðamenn frá Norður-Ameríku,“ segir Jóhannes Þór.Almennt minnkandi eftirspurn er áhyggjuefni Fall WOW Air á vormánuðum hefur haft fækkun flugsæta í för með sér, minna framboð hefur haft áhrif á farþegaspá en þá hefur einnig gætt þess að erlend flugfélög felli niður ferðir sökum dræmrar eftirspurnar. Jóhannes segir minnkandi eftirspurn vera áhyggjuefni. „Það virðist vera almennt minnkandi eftirspurn, við sjáum það til dæmis hjá Delta og EasyJet, sem eru að fella niður ferðir vegna, að sögn minnkandi eftirspurnar. Það skiptir máli núna hvernig við horfum inn í næstu mánuði og næsta eitt og hálft ár varðandi grunn að markaðssetningu fyrir landið sem ferðaáfangastað. Það skiptir mjög miklu máli hvernig það er hugsað og útfært,“ segir Jóhannes. Flugframboðið hafi þó haft mest áhrif á spána. „Það eru náttúrulega fyrst og fremst eru stærri áhrif að koma fram núna vegna flugframboðs. Íslensk ferðaþjónusta er mjög háð flugframboði af augljósum ástæðum, þannig að ef flugframboð minnkar skyndilega eins og það hefur gert núna tekur það tíma að vinna það upp við vitum það að sjálfbær áfangastaður vinnur það upp með tímanum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun