Fangageymslur lögreglunnar voru fullar eftir nóttina en í dag hefur allt verið með kyrrum kjörum. Verkefni lögreglunnar hafa verið hefðbundin og án tíðina, þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Lögregla vill þó benda á að samkvæmt reglugerð um hávaða í og við íbúðahverfi, má ekki byrja með hávaðasamar framkvæmdir fyrr en eftir klukkan 10:00 á frídögum og sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir bannaðar.
Eitthvað hafi borið á því að borgarbúar nýti sér góða veðrið og byrji að dytta að full snemma dags.
Passi sig á að byrja daginn ekki of snemma
Andri Eysteinsson skrifar
