Trump tók sér hlé frá golfi til að hitta hóp barna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:41 Trump með nemendum og kennurum Clohanes National skólans á Írlandi. clohanes national school Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók sér hlé frá því að spila golf til að heilsa upp á skólabörn sem voru á vellinum. Hann var að spila 18 holu golf í Doonbeg á Írlandi þegar krakkarnir frá Clohanes National skólanum hittu á hann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Aideen O‘Mahony, skólastjóri Clohanes National skólans sagði morguninn hafa verið mjög spennandi, bæði fyrir nemendurna og kennarana. Trump var í opinberri heimsókn á Írlandi en hefur nú snúið aftur til Bandaríkjanna. Skólinn er mjög lítill en aðeins tveir kennarar kenna við hann og er staðsettur nálægt Doonbeg hótelinu. „Þetta var ekki skipulagt, skólinn okkar er sá næsti við golf völlinn,“ sagði O‘Mahony.Nemendur Clohanes National skólans með Trump.Clohanes National School„Við fréttum að hann væri að spila 18 holu leik svo að við ákváðum að fara að golf vellinum með krökkunum.“ „Við sáum hann labba í áttina til okkar, hann veifaði krökkunum og þau urðu mjög spennt að hann hafi veifað þeim,“ bætti hún við. Krakkarnir sungu lagið My Lovely Rose of Clare fyrir Trump áður en hann kom og heilsaði þeim. Einn nemendanna sagði Trump hafa spurt þau hvort það væru einhverjir framtíðar forsetar í hópnum og hvort þeim þætti golf skemmtilegt. Trump gisti í tvær nætur á hóteli golf vallarins sem er í hans eigu. Trump á golfvellinum í Doonbeg.Clohanes National SchoolÞegar Trump kom til Doonbeg bæjarins á miðvikudag flykktist fólk á götur hans til að bjóða hann velkominn. Þótt að Trump hafi ekki verið á neinum viðburðum sem voru opnir almenningi fóru synir hans á barrölt í Doonbeg og keyptu drykki fyrir nánast alla í bænum. Þrátt fyrir hlýjar móttökur í Doonbeg flykkist fólk á stræti Dyflinnar til að mótmæla heimsókn hans. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu þau hafa verið haldin til að sýna samstöðu með þeim sem hafa „hlotið skaða“ af stefnum Trumps. Hægt er að sjá myndband af hittingnum hér. Bandaríkin Donald Trump Írland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók sér hlé frá því að spila golf til að heilsa upp á skólabörn sem voru á vellinum. Hann var að spila 18 holu golf í Doonbeg á Írlandi þegar krakkarnir frá Clohanes National skólanum hittu á hann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Aideen O‘Mahony, skólastjóri Clohanes National skólans sagði morguninn hafa verið mjög spennandi, bæði fyrir nemendurna og kennarana. Trump var í opinberri heimsókn á Írlandi en hefur nú snúið aftur til Bandaríkjanna. Skólinn er mjög lítill en aðeins tveir kennarar kenna við hann og er staðsettur nálægt Doonbeg hótelinu. „Þetta var ekki skipulagt, skólinn okkar er sá næsti við golf völlinn,“ sagði O‘Mahony.Nemendur Clohanes National skólans með Trump.Clohanes National School„Við fréttum að hann væri að spila 18 holu leik svo að við ákváðum að fara að golf vellinum með krökkunum.“ „Við sáum hann labba í áttina til okkar, hann veifaði krökkunum og þau urðu mjög spennt að hann hafi veifað þeim,“ bætti hún við. Krakkarnir sungu lagið My Lovely Rose of Clare fyrir Trump áður en hann kom og heilsaði þeim. Einn nemendanna sagði Trump hafa spurt þau hvort það væru einhverjir framtíðar forsetar í hópnum og hvort þeim þætti golf skemmtilegt. Trump gisti í tvær nætur á hóteli golf vallarins sem er í hans eigu. Trump á golfvellinum í Doonbeg.Clohanes National SchoolÞegar Trump kom til Doonbeg bæjarins á miðvikudag flykktist fólk á götur hans til að bjóða hann velkominn. Þótt að Trump hafi ekki verið á neinum viðburðum sem voru opnir almenningi fóru synir hans á barrölt í Doonbeg og keyptu drykki fyrir nánast alla í bænum. Þrátt fyrir hlýjar móttökur í Doonbeg flykkist fólk á stræti Dyflinnar til að mótmæla heimsókn hans. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu þau hafa verið haldin til að sýna samstöðu með þeim sem hafa „hlotið skaða“ af stefnum Trumps. Hægt er að sjá myndband af hittingnum hér.
Bandaríkin Donald Trump Írland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira