Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. júní 2019 12:45 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira