Besta vinkona Ritu Callanan, Catherine Rose Holzman, hneig niður og dó þegar þær systur undirbjuggu sig til að takast á við lögmannateymi Perry fyrir dómi í Los Angeles borg í mars 2018.
Systir Callanan, sem er 81 árs, sagði í samtali við New York Post að síðustu orð Systur Holzman hafi verið: „Katy Perry. Gerðu það, hættu.“
Hún bætti því við að hendur Perry væru „blóði drifnar“ vegna andláts hinnar 89 ára gömlu nunnu.
Nunnurnar tvær voru í deilum við söngkonuna vegna tilrauna hennar til að kaupa fyrrum klaustur í Los Angeles.

Nunnureglan systranna, The Sisters of the Most Holy and Immaculate Heart of the Blessed Virgin Mary, hafði verið þarna til húsa í meira en fjóra áratugi en höfðu ekki búið þar síðan 2011.
Systir Callanan og Systir Holzman höfðu reynt að koma í veg fyrir kaup Perry með því að selja veitingastaðaeigandanum Dönu Hollister eignina fyrir 5,5 milljónir íslenskra króna.
Sala systranna á eigninni var dæmd ógild árið 2016 og dómarinn í málinu dæmdi Perry og erkibiskupsdæminu 1,2 milljarða króna í skaðabætur.
Nunnurnar höfðu hvorki fengið samþykki erkibiskupsins í Los Angeles né Vatíkansins fyrir sölunni.

Hún sagði: „Við Katy Perry segi ég, gerðu það hættu. Þetta gerir engum gott nema að særa fullt af fólki.“
Lögmannateymi Callanan segði í samtali við New York Post að Perry hefði ekki áhuga á eigninni lengur.
Klaustrið er að sögn komið aftur komið á markað og er nú til sölu fyrir 3,1 milljarða króna.
Erkibiskupsdæmið í LA heldur því fram að það hafi fullan rétt á að selja klaustrið og sagði í samtali við fréttastofu Post: „Erkibiskupsdæmið og frk. Perry eru enn í samskiptum varðandi áframhaldandi áhuga hennar á að kaupa eignina.“
Systir Callanan hefur játað að hún hafi kannski tekið sér vald sem hún ekki hafði til að selja klaustrið.
Hún sagði: „Við báðum Dönu um að kaupa eignina okkar þar sem við vildum ekki að Katy Perry fengi hana. Já, við komum hjólunum af stað til að selja eignina okkar.“
„Var það löglegt? Líklega ekki alveg. En það var heldur ekki löglegt fyrir Katy Perry að kaupa hana.“