Innlent

Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins

Sylvía Hall skrifar
Heiðveig María stefndi Sjómannafélaginu fyrir félagsdómi og í febrúar var félagið dæmt til þess að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur.
Heiðveig María stefndi Sjómannafélaginu fyrir félagsdómi og í febrúar var félagið dæmt til þess að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur. visir/vilhelm
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands en kosningar fara fram dagana 5. til 19. júní. 

Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október á síðasta ári og var framboð hennar til síðustu stjórnarkosninga metið ólögmætt. Heiðveig fékk stuðning frá formönnum stéttarfélaganna eftir brottreksturinn sem kölluðu eftir því að hún fengi aftur inngöngu í félagið.

Heiðveig stefndi félaginu fyrir félagsdómi og var það dæmt til að greiða Heiðveigu eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að meðferð framboðs hennar og sagði Heiðveig sigurinn vera „fullan sigur“ á sínum tíma. Þá gaf dómur Félagsdóms til kynna að óheimilt væri að setja þau skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár en rúmlega viku eftir að dómur féll í félagsdómi var Heiðveigu boðið að koma aftur í félagið.

Áður hafði Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður, hætt sem formaður en hann sagði ástæðuna vera til þess að rýma fyrir nýrri stjórn til að ná aftur samstöðu innan félagsins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í desember sagði hann þá vinnu þola enga bið.

Í apríl var svo tilkynnt um nýjar kosningar í Sjómannafélaginu en Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, var sjálfkjörinn formaður eftir að Jónas hætti sem formaður. Í samtali við Vísi í apríl sagðist Heiðveig vera að melta yfirlýsingu félagsins og hafði ekki tekið ákvörðun um framboð.

Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Heiðveigar sem og lista hennar til stjórnar félagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×