Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 09:57 Heiðveig María stefndi Sjómannafélaginu fyrir félagsdómi og í febrúar var félagið dæmt til þess að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands en kosningar fara fram dagana 5. til 19. júní. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október á síðasta ári og var framboð hennar til síðustu stjórnarkosninga metið ólögmætt. Heiðveig fékk stuðning frá formönnum stéttarfélaganna eftir brottreksturinn sem kölluðu eftir því að hún fengi aftur inngöngu í félagið. Heiðveig stefndi félaginu fyrir félagsdómi og var það dæmt til að greiða Heiðveigu eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að meðferð framboðs hennar og sagði Heiðveig sigurinn vera „fullan sigur“ á sínum tíma. Þá gaf dómur Félagsdóms til kynna að óheimilt væri að setja þau skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár en rúmlega viku eftir að dómur féll í félagsdómi var Heiðveigu boðið að koma aftur í félagið. Áður hafði Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður, hætt sem formaður en hann sagði ástæðuna vera til þess að rýma fyrir nýrri stjórn til að ná aftur samstöðu innan félagsins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í desember sagði hann þá vinnu þola enga bið. Í apríl var svo tilkynnt um nýjar kosningar í Sjómannafélaginu en Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, var sjálfkjörinn formaður eftir að Jónas hætti sem formaður. Í samtali við Vísi í apríl sagðist Heiðveig vera að melta yfirlýsingu félagsins og hafði ekki tekið ákvörðun um framboð. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Heiðveigar sem og lista hennar til stjórnar félagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18 Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands en kosningar fara fram dagana 5. til 19. júní. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október á síðasta ári og var framboð hennar til síðustu stjórnarkosninga metið ólögmætt. Heiðveig fékk stuðning frá formönnum stéttarfélaganna eftir brottreksturinn sem kölluðu eftir því að hún fengi aftur inngöngu í félagið. Heiðveig stefndi félaginu fyrir félagsdómi og var það dæmt til að greiða Heiðveigu eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að meðferð framboðs hennar og sagði Heiðveig sigurinn vera „fullan sigur“ á sínum tíma. Þá gaf dómur Félagsdóms til kynna að óheimilt væri að setja þau skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár en rúmlega viku eftir að dómur féll í félagsdómi var Heiðveigu boðið að koma aftur í félagið. Áður hafði Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður, hætt sem formaður en hann sagði ástæðuna vera til þess að rýma fyrir nýrri stjórn til að ná aftur samstöðu innan félagsins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í desember sagði hann þá vinnu þola enga bið. Í apríl var svo tilkynnt um nýjar kosningar í Sjómannafélaginu en Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, var sjálfkjörinn formaður eftir að Jónas hætti sem formaður. Í samtali við Vísi í apríl sagðist Heiðveig vera að melta yfirlýsingu félagsins og hafði ekki tekið ákvörðun um framboð. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Heiðveigar sem og lista hennar til stjórnar félagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18 Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00
Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43