Fótbolti

Pedro í sögubækurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pedro, maður stórleikjanna.
Pedro, maður stórleikjanna. vísir/getty
Eftir sigur Chelsea á Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær er Pedro Rodríguez eini fótboltamaðurinn í sögunni sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, ensku úrvalsdeildina, HM og EM.



Pedro skoraði eitt marka Chelsea í úrslitaleiknum gegn Arsenal. Chelsea vann leikinn, 4-1, en öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Pedro vann Evrópudeildina og ensku úrvalsdeildina með Chelsea, Meistaradeildina með Barcelona og HM og EM með spænska landsliðinu.

Pedro er jafnframt sá eini í sögunni sem hefur skorað í úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar og í Ofurbikar Evrópu.

Spánverjinn skoraði fyrir Barcelona í 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2011 og fyrir Barcelona í Ofurbikar Evrópu 2009 og 2015.



Pedro, sem er 31 árs, hefur átt afar farsælan feril. Hann varð t.a.m. fimm sinnum Spánarmeistari með Barcelona og hefur orðið bikarmeistari með bæði Barcelona og Chelsea.


Tengdar fréttir

Chelsea vann Evrópudeildina

Chelsea er sigurvegari Evrópudeildarinnar 2019 eftir sigur á Arsenal í úrslitaleiknum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. Arsenal mun því ekki spila í Meistaradeild Evrópu næsta vetur.

Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum.

Hazard: „Ég held þetta sé kveðjustund“

Eden Hazard sagði úrslitaleik Evrópudeildarinnar hafa verið kveðjustund sína hjá Chelsea. Hazard skoraði tvö af mörkum Chelsea í 4-1 sigrinum á Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×