Erlent

Sjó­herinn hafnaði beiðni Hvíta hússins að fela skip sem nefnt var eftir John Mc­Cain

Sylvía Hall skrifar
Donald og Melania eftir Japansheimsóknina.
Donald og Melania eftir Japansheimsóknina. Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Japan nú á dögunum. Á meðan ferðinni stóð barst beiðni frá Hvíta húsinu þar sem farið var fram á að skip bandaríska sjóhersins yrði falið á meðan heimsókninni stæði. BBC greinir frá.

Skipið sem um ræðir er nefnt eftir John McCain, fyrrum öldungardeildarþingmanni og hermanni, en Trump og þingmaðurinn elduðu lengi vel grátt silfur saman. McCain lést í fyrra 81 árs að aldri eftir harða baráttu við heilaæxli.

Trump sagði í samtali við fréttamenn að hann hefði ekki vitað af beiðninni en trúði því að sá starfsmaður sem fór fram á þetta hafi meint vel.

„Ég myndi aldrei gera neitt í líkingu við þetta,“ sagði Trump við fréttamenn. Hann sagðist halda að umræddur starfsmaður hafi beðið um þetta því allir vissu að hann væri ekki „aðdáandi McCain“.

„Þetta var vel meint.“

Yfirmenn sjóhersins tóku beiðnina ekki til greina og tilkynnti upplýsingafulltrúi hersins á Twitter-síðu sinni að skipið yrði ekki falið. Athygli vakti að Twitter-færslan var sú fyrsta á aðgangi þeirra í fimm ár.





„Sjóherinn er stoltur af þessu skipi, áhöfninni, nafninu og arfleifð þess.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×