Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 19:47 Logi segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda vera "kvikk fix“. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi. Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi.
Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira