Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 19:47 Logi segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda vera "kvikk fix“. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi. Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi.
Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira