Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2019 10:00 Það er hægur leikur að draga upp dökka mynd af stöðunni. Samkvæmt öllum hagspám sem birst hafa á undanförnum vikum – Seðlabankanum, Hagstofunni og Arion banka – verður samdráttur á þessu ári í fyrsta sinn frá 2010. Ástæða er til að ætla, meðal annars með hliðsjón af tíðum fréttum af fjöldauppsögnum og ört hækkandi atvinnuleysi, að efnahagssamdrátturinn verði meiri en bjartsýnni spárnar gera ráð fyrir. Vöxtur einkaneyslunnar, sem er helsti drifkraftur hagvaxtar, verður í lágmarki og útflutningstekjur munu dragast saman í fyrsta sinn í þrettán ár. Sá mikli og viðvarandi viðskiptaafgangur sem hefur verið allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 gæti snúist upp í halla. Þar ráða mestu áföll í ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem stendur núna frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Það verður ekki sársaukalaust. Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum til að vinna gegn kólnun hagkerfisins. Myndarleg vaxtalækkun bankans í síðustu viku – úr 4,5 prósentum í fjögur prósent – var í senn nauðsynleg og kærkomin. Þá ætti sú ákvörðun að heimila fjármálafyrirtækjum að leggja nú fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann að vera til þess fallin að auka lánsfjármagn í umferð. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm hennar til þess að mæta efnahagsamdrætti væri töluvert og þá einkum ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við 2,5 prósenta markmið bankans. Verðbólguvæntingar hafa farið hratt lækkandi að undanförnu og samhliða því hafa vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hrapað. Hægt er að slá því föstu að allt útlit sé fyrir enn frekari vaxtalækkanir og að vextir Seðlabankans verði farnir að nálgast þrjú prósent á næsta ári. Stóru tíðindin eru þessi: Seðlabankinn er nú í þeirri stöðu að geta lækkað vexti í niðursveiflu án þess að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Slíkt er fáheyrt frá seinna stríði og þýðir að bankinn getur loksins beitt vaxtatækinu til þess að mýkja lendinguna með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila nú þegar kreppir að í efnahagslífinu og tekjur eru að dragast saman. Vegna stórbættrar efnahagsstöðu eru allar forsendur fyrir hendi að þegar fram í sæki verði vaxtastigið hér á landi líkara því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Jákvæð eignastaða þjóðarbúsins við útlönd, stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður og myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði gerir þetta meðal annars raunhæft. Þetta hefði samt getað farið á annan veg. Ef ekki væri fyrir kjarasamninga um hóflegar launahækkanir, sem var alls ekki í kortunum lengst af, þá er ljóst að verðbólguvæntingar væru mun hærri og því útilokað að Seðlabankanum hefði verið stætt á að hefja vaxtalækkunarferli. Litið til baka er lærdómurinn þess vegna sá, sem margir neita stundum að horfast í augu við, að það eru engar töfralausnir í boði – eins og til dæmis upptaka annars gjaldmiðils – að baki því að draga úr sveiflum og skapa þannig grunn að lægra vaxtastigi. Mestu máli skiptir er skynsamleg hagstjórn ásamt stöðugleika á vinnumarkaði þar sem ekki er reglulega samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er nefnilega undir okkur sjálfum komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það er hægur leikur að draga upp dökka mynd af stöðunni. Samkvæmt öllum hagspám sem birst hafa á undanförnum vikum – Seðlabankanum, Hagstofunni og Arion banka – verður samdráttur á þessu ári í fyrsta sinn frá 2010. Ástæða er til að ætla, meðal annars með hliðsjón af tíðum fréttum af fjöldauppsögnum og ört hækkandi atvinnuleysi, að efnahagssamdrátturinn verði meiri en bjartsýnni spárnar gera ráð fyrir. Vöxtur einkaneyslunnar, sem er helsti drifkraftur hagvaxtar, verður í lágmarki og útflutningstekjur munu dragast saman í fyrsta sinn í þrettán ár. Sá mikli og viðvarandi viðskiptaafgangur sem hefur verið allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 gæti snúist upp í halla. Þar ráða mestu áföll í ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem stendur núna frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Það verður ekki sársaukalaust. Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum til að vinna gegn kólnun hagkerfisins. Myndarleg vaxtalækkun bankans í síðustu viku – úr 4,5 prósentum í fjögur prósent – var í senn nauðsynleg og kærkomin. Þá ætti sú ákvörðun að heimila fjármálafyrirtækjum að leggja nú fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann að vera til þess fallin að auka lánsfjármagn í umferð. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm hennar til þess að mæta efnahagsamdrætti væri töluvert og þá einkum ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við 2,5 prósenta markmið bankans. Verðbólguvæntingar hafa farið hratt lækkandi að undanförnu og samhliða því hafa vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hrapað. Hægt er að slá því föstu að allt útlit sé fyrir enn frekari vaxtalækkanir og að vextir Seðlabankans verði farnir að nálgast þrjú prósent á næsta ári. Stóru tíðindin eru þessi: Seðlabankinn er nú í þeirri stöðu að geta lækkað vexti í niðursveiflu án þess að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Slíkt er fáheyrt frá seinna stríði og þýðir að bankinn getur loksins beitt vaxtatækinu til þess að mýkja lendinguna með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila nú þegar kreppir að í efnahagslífinu og tekjur eru að dragast saman. Vegna stórbættrar efnahagsstöðu eru allar forsendur fyrir hendi að þegar fram í sæki verði vaxtastigið hér á landi líkara því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Jákvæð eignastaða þjóðarbúsins við útlönd, stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður og myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði gerir þetta meðal annars raunhæft. Þetta hefði samt getað farið á annan veg. Ef ekki væri fyrir kjarasamninga um hóflegar launahækkanir, sem var alls ekki í kortunum lengst af, þá er ljóst að verðbólguvæntingar væru mun hærri og því útilokað að Seðlabankanum hefði verið stætt á að hefja vaxtalækkunarferli. Litið til baka er lærdómurinn þess vegna sá, sem margir neita stundum að horfast í augu við, að það eru engar töfralausnir í boði – eins og til dæmis upptaka annars gjaldmiðils – að baki því að draga úr sveiflum og skapa þannig grunn að lægra vaxtastigi. Mestu máli skiptir er skynsamleg hagstjórn ásamt stöðugleika á vinnumarkaði þar sem ekki er reglulega samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er nefnilega undir okkur sjálfum komið.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun