Megn andstaða við hugmynd bresku leyniþjónustunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 07:45 Það lítur, ótrúlegt en satt, ekki svona út þegar maður les eða sendir dulkóðuð skilaboð. Nordicphotos/Getty Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Microsoft, Blaðamenn án landamæra, ýmis samtök um öryggi persónulegra upplýsinga og á annan tug sérfræðinga í málaflokknum fordæma hugmynd bresku leyniþjónustunnar GCHQ um að hlera dulkóðuð skilaboð. Þetta sagði í opnu bréfi þessara 47 aðila sem birtist á lögfræðiblogginu Lawfare í gær. Tillagan birtist fyrst í nóvember á síðasta ári í röð ritgerða á sama blogginu um dulkóðun og eftirlit. Hún er ekki endilega hluti af opinberri stefnu GCHQ, samkvæmt The Verge, en í ritgerðinni mæltu þeir Ian Levy og Crispin Robinson hjá leyniþjónustunni fyrir því að öryggisstofnanir og lögregla ættu að vera hulinn aðili að öllum dulkóðuðum samskiptum á veraldarvefnum. Þetta þýðir í raun að öryggisstofnanir myndu fá afrit af öllum skilaboðum án vitundar þeirra sem senda og fá skilaboðin. Þetta sögðu þeir Levy og Robinson að væri álíka mikið inngrip og að hlera símtöl, sem er nú þegar gert. Hugmyndin er hins vegar afleit, að mati þeirra sem undirrituðu opna bréfið er birtist í gær. „Þótt starfsmenn GCHQ fullyrði að það þurfi ekki að leggja dulkóðun af til þess að innleiða hugmyndina, stafar alvarleg öryggisógn af hulinni þátttöku öryggisstofnana. Þessi hulda þátttaka skapar hættu á sviði stafræns öryggis og ógnar þannig grundvallarmannréttindum. Meðal annars réttinum til friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis,“ sagði í bréfinu. Andstæðingarnir héldu áfram og sögðu að með innleiðingu hugmyndarinnar myndi skapast öryggisgalli. „Í dag geta fyrirtæki sem bjóða upp á dulkóðaða skilaboðaþjónustu, eins og WhatsApp og Signal, ekki lesið skilaboð notenda sinna. Með því að skylda fyrirtæki til þess að veita aðgang líkt og hugmyndin gengur út á gætu GCHQ og breska lögreglan valdið aukinni misnotkun valds, sem er ekki mögulegt eins og staðan er í dag.“ Vitnað var sérstaklega til orða Cindy Southworth, varaforseta bandarísku NNEDV-samtakanna, er berjast gegn heimilisofbeldi. Southworth sagði að það að innleiða svokallaðar bakdyr að dulkóðuðum skilaboðum fyrir yfirvöld gæti ógnað þolendum bæði heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Þá varaði hún við því að starfsmenn sem fengju að fylgjast með dulkóðuðum skilaboðum gætu vel verið sjálfir gerendur og hefðu þannig óheftan aðgang að samskiptum þolanda síns. „Af þessum ástæðum hvetja undirrituð samtök, öryggisrannsakendur og fyrirtæki til þess að GCHQ hverfi frá hugmyndinni um hulda þátttöku og forðist aðrar sambærilegar nálganir sem gætu ógnað stafrænu öryggi og mannréttindum. Við myndum taka vel á móti tækifærinu til þess að ræða áfram þessi mikilvægu mál,“ sagði í niðurlagi bréfsins. Levy svaraði bréfinu og sagði að hugmyndin væri ekkert meira en einfaldlega hugmynd. Í yfirlýsingu sem Levy sendi CNBC sagði: „Við munum halda áfram samskiptum við þá aðila sem vilja og hlökkum til þess að eiga í opnum samskiptum svo hægt sé að komast að bestu mögulegu lausn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Google Microsoft Tækni Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Microsoft, Blaðamenn án landamæra, ýmis samtök um öryggi persónulegra upplýsinga og á annan tug sérfræðinga í málaflokknum fordæma hugmynd bresku leyniþjónustunnar GCHQ um að hlera dulkóðuð skilaboð. Þetta sagði í opnu bréfi þessara 47 aðila sem birtist á lögfræðiblogginu Lawfare í gær. Tillagan birtist fyrst í nóvember á síðasta ári í röð ritgerða á sama blogginu um dulkóðun og eftirlit. Hún er ekki endilega hluti af opinberri stefnu GCHQ, samkvæmt The Verge, en í ritgerðinni mæltu þeir Ian Levy og Crispin Robinson hjá leyniþjónustunni fyrir því að öryggisstofnanir og lögregla ættu að vera hulinn aðili að öllum dulkóðuðum samskiptum á veraldarvefnum. Þetta þýðir í raun að öryggisstofnanir myndu fá afrit af öllum skilaboðum án vitundar þeirra sem senda og fá skilaboðin. Þetta sögðu þeir Levy og Robinson að væri álíka mikið inngrip og að hlera símtöl, sem er nú þegar gert. Hugmyndin er hins vegar afleit, að mati þeirra sem undirrituðu opna bréfið er birtist í gær. „Þótt starfsmenn GCHQ fullyrði að það þurfi ekki að leggja dulkóðun af til þess að innleiða hugmyndina, stafar alvarleg öryggisógn af hulinni þátttöku öryggisstofnana. Þessi hulda þátttaka skapar hættu á sviði stafræns öryggis og ógnar þannig grundvallarmannréttindum. Meðal annars réttinum til friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis,“ sagði í bréfinu. Andstæðingarnir héldu áfram og sögðu að með innleiðingu hugmyndarinnar myndi skapast öryggisgalli. „Í dag geta fyrirtæki sem bjóða upp á dulkóðaða skilaboðaþjónustu, eins og WhatsApp og Signal, ekki lesið skilaboð notenda sinna. Með því að skylda fyrirtæki til þess að veita aðgang líkt og hugmyndin gengur út á gætu GCHQ og breska lögreglan valdið aukinni misnotkun valds, sem er ekki mögulegt eins og staðan er í dag.“ Vitnað var sérstaklega til orða Cindy Southworth, varaforseta bandarísku NNEDV-samtakanna, er berjast gegn heimilisofbeldi. Southworth sagði að það að innleiða svokallaðar bakdyr að dulkóðuðum skilaboðum fyrir yfirvöld gæti ógnað þolendum bæði heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Þá varaði hún við því að starfsmenn sem fengju að fylgjast með dulkóðuðum skilaboðum gætu vel verið sjálfir gerendur og hefðu þannig óheftan aðgang að samskiptum þolanda síns. „Af þessum ástæðum hvetja undirrituð samtök, öryggisrannsakendur og fyrirtæki til þess að GCHQ hverfi frá hugmyndinni um hulda þátttöku og forðist aðrar sambærilegar nálganir sem gætu ógnað stafrænu öryggi og mannréttindum. Við myndum taka vel á móti tækifærinu til þess að ræða áfram þessi mikilvægu mál,“ sagði í niðurlagi bréfsins. Levy svaraði bréfinu og sagði að hugmyndin væri ekkert meira en einfaldlega hugmynd. Í yfirlýsingu sem Levy sendi CNBC sagði: „Við munum halda áfram samskiptum við þá aðila sem vilja og hlökkum til þess að eiga í opnum samskiptum svo hægt sé að komast að bestu mögulegu lausn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Google Microsoft Tækni Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira