Megn andstaða við hugmynd bresku leyniþjónustunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 07:45 Það lítur, ótrúlegt en satt, ekki svona út þegar maður les eða sendir dulkóðuð skilaboð. Nordicphotos/Getty Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Microsoft, Blaðamenn án landamæra, ýmis samtök um öryggi persónulegra upplýsinga og á annan tug sérfræðinga í málaflokknum fordæma hugmynd bresku leyniþjónustunnar GCHQ um að hlera dulkóðuð skilaboð. Þetta sagði í opnu bréfi þessara 47 aðila sem birtist á lögfræðiblogginu Lawfare í gær. Tillagan birtist fyrst í nóvember á síðasta ári í röð ritgerða á sama blogginu um dulkóðun og eftirlit. Hún er ekki endilega hluti af opinberri stefnu GCHQ, samkvæmt The Verge, en í ritgerðinni mæltu þeir Ian Levy og Crispin Robinson hjá leyniþjónustunni fyrir því að öryggisstofnanir og lögregla ættu að vera hulinn aðili að öllum dulkóðuðum samskiptum á veraldarvefnum. Þetta þýðir í raun að öryggisstofnanir myndu fá afrit af öllum skilaboðum án vitundar þeirra sem senda og fá skilaboðin. Þetta sögðu þeir Levy og Robinson að væri álíka mikið inngrip og að hlera símtöl, sem er nú þegar gert. Hugmyndin er hins vegar afleit, að mati þeirra sem undirrituðu opna bréfið er birtist í gær. „Þótt starfsmenn GCHQ fullyrði að það þurfi ekki að leggja dulkóðun af til þess að innleiða hugmyndina, stafar alvarleg öryggisógn af hulinni þátttöku öryggisstofnana. Þessi hulda þátttaka skapar hættu á sviði stafræns öryggis og ógnar þannig grundvallarmannréttindum. Meðal annars réttinum til friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis,“ sagði í bréfinu. Andstæðingarnir héldu áfram og sögðu að með innleiðingu hugmyndarinnar myndi skapast öryggisgalli. „Í dag geta fyrirtæki sem bjóða upp á dulkóðaða skilaboðaþjónustu, eins og WhatsApp og Signal, ekki lesið skilaboð notenda sinna. Með því að skylda fyrirtæki til þess að veita aðgang líkt og hugmyndin gengur út á gætu GCHQ og breska lögreglan valdið aukinni misnotkun valds, sem er ekki mögulegt eins og staðan er í dag.“ Vitnað var sérstaklega til orða Cindy Southworth, varaforseta bandarísku NNEDV-samtakanna, er berjast gegn heimilisofbeldi. Southworth sagði að það að innleiða svokallaðar bakdyr að dulkóðuðum skilaboðum fyrir yfirvöld gæti ógnað þolendum bæði heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Þá varaði hún við því að starfsmenn sem fengju að fylgjast með dulkóðuðum skilaboðum gætu vel verið sjálfir gerendur og hefðu þannig óheftan aðgang að samskiptum þolanda síns. „Af þessum ástæðum hvetja undirrituð samtök, öryggisrannsakendur og fyrirtæki til þess að GCHQ hverfi frá hugmyndinni um hulda þátttöku og forðist aðrar sambærilegar nálganir sem gætu ógnað stafrænu öryggi og mannréttindum. Við myndum taka vel á móti tækifærinu til þess að ræða áfram þessi mikilvægu mál,“ sagði í niðurlagi bréfsins. Levy svaraði bréfinu og sagði að hugmyndin væri ekkert meira en einfaldlega hugmynd. Í yfirlýsingu sem Levy sendi CNBC sagði: „Við munum halda áfram samskiptum við þá aðila sem vilja og hlökkum til þess að eiga í opnum samskiptum svo hægt sé að komast að bestu mögulegu lausn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Google Microsoft Tækni Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Microsoft, Blaðamenn án landamæra, ýmis samtök um öryggi persónulegra upplýsinga og á annan tug sérfræðinga í málaflokknum fordæma hugmynd bresku leyniþjónustunnar GCHQ um að hlera dulkóðuð skilaboð. Þetta sagði í opnu bréfi þessara 47 aðila sem birtist á lögfræðiblogginu Lawfare í gær. Tillagan birtist fyrst í nóvember á síðasta ári í röð ritgerða á sama blogginu um dulkóðun og eftirlit. Hún er ekki endilega hluti af opinberri stefnu GCHQ, samkvæmt The Verge, en í ritgerðinni mæltu þeir Ian Levy og Crispin Robinson hjá leyniþjónustunni fyrir því að öryggisstofnanir og lögregla ættu að vera hulinn aðili að öllum dulkóðuðum samskiptum á veraldarvefnum. Þetta þýðir í raun að öryggisstofnanir myndu fá afrit af öllum skilaboðum án vitundar þeirra sem senda og fá skilaboðin. Þetta sögðu þeir Levy og Robinson að væri álíka mikið inngrip og að hlera símtöl, sem er nú þegar gert. Hugmyndin er hins vegar afleit, að mati þeirra sem undirrituðu opna bréfið er birtist í gær. „Þótt starfsmenn GCHQ fullyrði að það þurfi ekki að leggja dulkóðun af til þess að innleiða hugmyndina, stafar alvarleg öryggisógn af hulinni þátttöku öryggisstofnana. Þessi hulda þátttaka skapar hættu á sviði stafræns öryggis og ógnar þannig grundvallarmannréttindum. Meðal annars réttinum til friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis,“ sagði í bréfinu. Andstæðingarnir héldu áfram og sögðu að með innleiðingu hugmyndarinnar myndi skapast öryggisgalli. „Í dag geta fyrirtæki sem bjóða upp á dulkóðaða skilaboðaþjónustu, eins og WhatsApp og Signal, ekki lesið skilaboð notenda sinna. Með því að skylda fyrirtæki til þess að veita aðgang líkt og hugmyndin gengur út á gætu GCHQ og breska lögreglan valdið aukinni misnotkun valds, sem er ekki mögulegt eins og staðan er í dag.“ Vitnað var sérstaklega til orða Cindy Southworth, varaforseta bandarísku NNEDV-samtakanna, er berjast gegn heimilisofbeldi. Southworth sagði að það að innleiða svokallaðar bakdyr að dulkóðuðum skilaboðum fyrir yfirvöld gæti ógnað þolendum bæði heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Þá varaði hún við því að starfsmenn sem fengju að fylgjast með dulkóðuðum skilaboðum gætu vel verið sjálfir gerendur og hefðu þannig óheftan aðgang að samskiptum þolanda síns. „Af þessum ástæðum hvetja undirrituð samtök, öryggisrannsakendur og fyrirtæki til þess að GCHQ hverfi frá hugmyndinni um hulda þátttöku og forðist aðrar sambærilegar nálganir sem gætu ógnað stafrænu öryggi og mannréttindum. Við myndum taka vel á móti tækifærinu til þess að ræða áfram þessi mikilvægu mál,“ sagði í niðurlagi bréfsins. Levy svaraði bréfinu og sagði að hugmyndin væri ekkert meira en einfaldlega hugmynd. Í yfirlýsingu sem Levy sendi CNBC sagði: „Við munum halda áfram samskiptum við þá aðila sem vilja og hlökkum til þess að eiga í opnum samskiptum svo hægt sé að komast að bestu mögulegu lausn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Google Microsoft Tækni Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira