Innlent

Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forseti Alþingis kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju.
Forseti Alþingis kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. Vísir/ÞÞ
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti að umræða um þriðja orkupakkann sem átti að halda áfram klukkan 10:40 hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Forseti Alþingis komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi hans með formönnum þingflokkanna.

Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum undir liðnum störf þingsins var lokið.



Umræðan um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í 134 klukkustundir en þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi um málið. Steingrímur ákvað að verða við ósk formanna þingmanna um að víkja frá röð mála á dagskrá til þess að reyna að rjúfa þá pattstöðu sem hefur verið uppi á Alþingi vegna málsins. Það liggur ekki fyrir hvenær umræðunni verður haldið áfram er ljóst er að formenn þingflokkanna ætla að reyna að ná samkomulagi við þingmenn Miðflokksins.

Í stað þriðja orkupakkans hófst umræða um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 en það er eitt þeirra mála sem komst ekki að vegna málþófsins.

Ámundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni um málið að það væri undarlegt að fá skyndilega að ræða þetta mál í ljósi þess að hann hefði beðið í hálfan mánuð eftir því að fá að taka til máls undir liðnum.

„Þannig að það sem brann mjög á mér fyrir fjórtán dögum síðan er nú kannski farið að kólna dálítið eins og hraunið í Vestmannaeyjum á sínum tíma en ég ætla þó samt sem áður að rifja það upp sem mig langaði helst að segja.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×