Árangur lokuskiptaaðgerða svipaður hjá konum og körlum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Ósæðarlokuskipti á Landspítala, þar sem komið er fyrir lífrænni ósæðarloku úr gollurshúsi kálfs. HÍ Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsli í ósæðarloku hjartans en karlar, þá er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum íslenskra vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands. Í rannsókninni var í fyrsta sinn kannað hver árangur ósæðalokuskiptaaðgerða er hjá konum hérlendis og hann borinn saman við árangur af sams konar aðgerðum hjá körlum. Alls tóku 428 sjúklingar þátt í rannsókninni en allir gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala á árunum 2002 til 2013. Þrenging í ósæðarloku er næstalgengasti hjartasjúkdómurinn sem meðhöndlaður er með opinni skurðagerð á eftir kransæðaþrengslum. Lokuþrengsli þeirra kvenna sem tóku þátt í aðgerðinni voru almennt alvarlegri en karlanna. Engu að síður var árangur af aðgerðunum svipaður hjá báðum kynjum og átti það bæði við um snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Einnig reyndist langtímalifun kvenna sambærileg og hjá körlum en í kringum 80% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir aðgerð sem þykir ágætur árangur fyrir sjúklinga á þessum aldri. Af heildarfjölda þátttakenda í rannsókninni voru konur aðeins 35 prósent og meðalaldur þeirra 72 ár, en hjá körlum 70 ár. Þetta vekur upp spurningar hvort töf verði á greiningu sjúkdómsins hjá konum og þeim síður boðið upp á lokaskiptaaðgerð. Rannsóknir í öðrum löndum hafa leitt í ljós svipaðar niðurstöður og er skýringin oftast talin liggja í ódæmigerðum einkennum kvenna sem geta tafið greiningu og meðferð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsli í ósæðarloku hjartans en karlar, þá er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum íslenskra vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands. Í rannsókninni var í fyrsta sinn kannað hver árangur ósæðalokuskiptaaðgerða er hjá konum hérlendis og hann borinn saman við árangur af sams konar aðgerðum hjá körlum. Alls tóku 428 sjúklingar þátt í rannsókninni en allir gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala á árunum 2002 til 2013. Þrenging í ósæðarloku er næstalgengasti hjartasjúkdómurinn sem meðhöndlaður er með opinni skurðagerð á eftir kransæðaþrengslum. Lokuþrengsli þeirra kvenna sem tóku þátt í aðgerðinni voru almennt alvarlegri en karlanna. Engu að síður var árangur af aðgerðunum svipaður hjá báðum kynjum og átti það bæði við um snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Einnig reyndist langtímalifun kvenna sambærileg og hjá körlum en í kringum 80% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir aðgerð sem þykir ágætur árangur fyrir sjúklinga á þessum aldri. Af heildarfjölda þátttakenda í rannsókninni voru konur aðeins 35 prósent og meðalaldur þeirra 72 ár, en hjá körlum 70 ár. Þetta vekur upp spurningar hvort töf verði á greiningu sjúkdómsins hjá konum og þeim síður boðið upp á lokaskiptaaðgerð. Rannsóknir í öðrum löndum hafa leitt í ljós svipaðar niðurstöður og er skýringin oftast talin liggja í ódæmigerðum einkennum kvenna sem geta tafið greiningu og meðferð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira