Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Áfram Árborg og Samfylkingin mynda meirihluta í Árborg. Fréttablaðið/Eyþór Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira