Sport

Sara og Anníe Mist báðar á verðlaunapalli í Ohio

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara og Anníe Mist á verðlaunapallinum með Tiu-Clair Toomey.
Sara og Anníe Mist á verðlaunapallinum með Tiu-Clair Toomey. Mynd/Instagram/rogueinvitational
Íslensku CrossFit stelpurnar voru allar þrjár meðal þeirra fjögurra efstu á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem lauk í Columbus í Ohio-fylki í nótt.

Hraustasta fólkið frá heimsleikunum undanfarin tvö ár bar sigur út bítum á mótinu því Mathew Fraser vann í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann í kvennaflokki.

Tia-Clair Toomey fékk mestu keppnina frá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en sú ástralska endaði með 696 stig og Sara fékk 620 stig. Sara var aðeins sex stigum á eftir Toomey fyrir tvær síðustu greinarnar en náði ekki að halda í við hana í lokin.

Anníe Mist Þórisdóttir komst á pall með því að ná í 492 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan fjórða með 478 stig. Katrín Tanja byrjaði ekki vel og var aðeins í sjöunda sæti eftir fyrri daginn.

Rogue Invitational er gríðarlega sterkt mót enda samankomnir nær allir keppendurnir sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Þessi úrslita gefa því ákveðin fyrirheit fyrir haustið.

Það er ljóst á öllu að það verður krefjandi fyrir íslensku stelpurnar að koma í veg fyrir að Tia-Clair Toomey verði fyrsta konan til að vinna heimsleikana þrjú ár í röð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×